Útvarpstíðindi - 10.11.1947, Side 12
420
ÚTV\RPSTTDINDI
dögg fyrir sólu, en þó aðeins til að
birtist við coca cola flöskurnar sín-
ar um leið og dansinn hefst á ný ...
Það er hægt að setja úrið sitt eftir
þeim, telpunum ...
Og ekki vantar sjoppurnar svoköll-
uðu. Sumar eru andstyggilega sóða-
legar og óvistlegar, aðrar bera þess
öll merki, að eigendur þeirra eru
bæði smekklegir og heiðarlegir veit-
ingamenn ... Og svo eru það nokkr-
ar, sem virðast draga að sér drykkju-
rútana með einhverju óskiljanlegu
seiðmagni. Það er á þessum stöðum,
sem tíkallinn er sleginn í flöskuna og
tappinn úr henni. Það er í kringum
þessa staði, sem lögreglan finnur
tryggustu gistivini sína. Og það eru
meðal annars þeir, sem halda sig í
nánd við þessa staði, sem farið hafa
höndum um smygluðu nylonsokkana,
sem fleiri en ein blómarósin er í á
Borginni í kvöld ... Því Reykjavík
er hafnarborg, og hún er orðin stór-
borg ... og þá fylgir það af sjálfu
sér, að allur varningur fari ekki í
gegnum hendur tollþjóna Mér er
jafnvel sagt, að til skamms tíma
hafi á vissum stöðum verið hægt að
kaupa smygluð bandarísk karlmanns-
föt í öllum regnbogans litum ... Og
þa^ engu máli, hvort þú varst
lítill eða stór, feitur eða grannur —
á þessum vissu stöðum og hjá viss-
um mönnum var hægt að fá allar
stærðir og gerðir.
Þegar mér datt fyrst í hug að tala
um Reykjavík, og það sem heyrðist
og sæist í Reykjavík sem stórborg,
sneri ég mér til tólf ára pilts og
nokkurra uppkominna karla og
kvenna og bað fólk þetta að hripa
niður í örfáum orðum það, sem það
teldi meðal meginkosta höfuðborgar-
innar, og svo auðvitað aðal ókostina.
Sá tólf ára — hann er kallaður
Nonni og býr á Seltjarnarnesinu og
sendist auk þess sem hann gengur í
skóla — sá tólf ára skrifaði með
stórum barnalegum en ákveðnum
stöfum: Bezt eru bíóin, strætisvagn-
arnir og skólarnir — þegar maður
fær góða einkunn ... Verstir eru
fullu mennirnir ...
Sá elzti þeirra, sem ég spurði,
skrifaði meðal annars eftirfarandi:
Þess gerist raunverulega ekki þörf,
að borgari hér í bæ gefi um það yf-
irlýsingu, að honum þyki vænt um
bæinn sinn — svo sjálfsagt er það.
En þó finnst mér mörgu áfátt og
miður fara — líklega mest fyrir
hugsunarleysi. Mér sárnar oftlgea —
sérstaklega þegar ég kem erlendis'
frá — að ég skuli hvergi njóta þeirr-
ar sjálfsögðu ánægju að sjá hér gos-
brunna né neinskonar Ijósadýrð ...
eða myndastyttur né önnur listaverk
á almannafæri, eða á þeim stöðum,
sem menn ganga um sér til skemmt-
unar ... Útlendingar, sem hingað
koma, mættu hugsa, að við værum
svo vita vatnslausir og rafmagns-
lausir, að það væri orsökin til þess-
arar vöntunar ...
Þetta segir hann. Og svo bætir
þessi reykvíski borgari við, að hann
álíti að styrkþiggjandi listamenn
Reykjavíkur eigi að gera meira til
að skreyta bæinn sinn ... og hann
vill láta koma upp Bulevard-lýsingu
við Tjörnina og setja upp ljóskastara
umhverfis Austurvöll.
Athyglisverðast við þessa skoðana-
könnun — ef þá hægt er að kalla
þetta skoðanakönnun — þótti mér,