Útvarpstíðindi - 10.11.1947, Síða 14
422
ÚTV 4RPSTÍÐINDI
Vinsæl danslög í útvaxpinu
Danslag kvöldsins hefur nú fallið niður um langan tima, og staf-
ar það af því, að danshljómsveit Bjarna Böðvarssonar hefur ekki
leikið í útvarpið að undanförnu. Fyrsta vetrardag kom hljómsveitin
fram í útvarpinu á'ný, og voru einsöngvarar með hljómsveitinni þá
þeir Haukur Morthens og Alfred Clausen, og fara hér á eftir Ijóðin,
sem þeir sungu. — Þeir munu einnig koma fram í þættinum „Lög
og létt hjal“ við og við í vetur.
Ég ann þér
(Prisoner of love).
Ég aleinn sit við auðan arinn,
mín ástarþrá og sæla er farin,
en minninganna mikli skarinn
mig oft um nóttu sækir heim.
Því slcömm varð okkar ástarsaga,
er oft ég hugsa um liðna daga
og raula, tóna týndra laga,
tóna frá dögum þeim.
Og allt sem ég þrái
og einlægast dái,
það allt hjá þér býr,
og hugur minn þjáður
til þín, eins og áður,
um óraveg flýr.
Og þótt að annar hug þinn eigi
og unað vara þinna teygi
við hné þér krýp ég samt og segi:
Ég ann, ég ann þér enn.
Hlusta á mig
Hlusta á mig.
Heyr, nú syng ég um þig.
Hlusta á Ijóð mitt, Ijúfa mey,
þú drottning drauma minna,
dýrðarljósin augna þinna.
Elska mig, yndislega meyja,
því án þín ég aleinn dey.
Hlusta þú á mig,
heyr, ég syng fyrir þig.
Hér er Ijóð mitt hjartans mey.
Máninn skín
í skálagarði
Máninn slcín í slcálagarði,
skuggar mjúkir vefja glitrandi lund,
sælt er að leiðast í laufsala göngum
um lágnættis sutnd ...
Máninn skín í skálagarði,
skarta mildir stjörnuskarar
um stillta nótt, þá er hvíslað hljótt,
húmið vefur drótt.