Útvarpstíðindi - 10.11.1947, Blaðsíða 18
426
ÚTVARPSTtÐINDI
kvæöagreiösla meðal útvarpshlustenda
um það, hvort halda skyldi áfram aö
leika þjóðsönginn eða fella hann niður,
þá mundum við, sem óskum ei'tir hon-
um verða þar í minlum meirihluta.
Þá ræðst herra B. J. einnig á jarðar-
fararauglýsingar þær, sem útvarpið flyl-
ur. Sá hluti greinar hans líkist mjög
endursögn af grein, sem herra Helgi
Hjörvar skrifaði í 1. árg. Útvarpstíð-
indanna, 22. tbl. og nefndi, Dauðinn og
útvarpið. Ég vissi ekki áður, að lierra
Helgi Hjörvar væri svona góður kenn-
ari. Þessari grein herra Ii. H. svaraði
Jónas Þorbergsson í 23. tbl. sama ár og
nefndi, Helgi Hjörvar og dauðinn. Ég
vil ráða herra Baldvin Jónssyni til að
lesa þá grein.
Um afnotagjaldið, þessar 100 krónur,
vil ég segja, að útvarpið sé það ódýrasta
menningartæki og skemmtitæki, sem við
Islendingar eigum völ á.
Þá vil ég minnast á barnatímana. Á
þá er hlustað af fólki á öllum aldri. Vin-
sælastar eru góðar framhaldssögur. Fyr-
ir nokkrum árum flutti herra Kristmann
Guðmundsson sögu í barnatíma. Þá voru
hjá mér tveir drengir, sem höfðu gam-
an af að leika sér, eins og unglingum er
títt. En síðari hluta sunnudaga voru
þeir alltaf að spyrja um, hvort harna-
tíminn færi ekki að byrja og þá var
leiknum hætt og hlustað á útvarpið.
Þannig þurfa sögurnar að vera, sem
fluttar eru í barnatimunum, að börn og
unglingar hópist að útvarpinu, til að
hlusta. í vor var herra Þorstein ö.
Stephensen að afsaka það, að því miður
væri ekki hægt að flyíja leilcrit í barna-
tímunum í sumar. Mörg leikrit, sem flutt
hafa verið í barnatímunum hafa verið
æfintýri, sem gerast í álfheimum, og
eru fjærri því lifi, sem við lifum í heimi
hér og eiga að mínum dómi ekkert er-
indi til íslenzkrar æsku. Leikritin þurfa
að vera úr lífinu sjálfu. Það er hætt að
kenna börnum að trúa á álfa og drauga,
það hefur horfið með menningunni.
Enda held ég að þessi æfintýraleikrit
hafi ekki notið vinsælda meðal hlust-
enda. Ég tel að þau ættu alveg að hverfa.
Aftur á móti er söngur mjög vinsæll
í barnatímunum.
Þá nýbreytni útvarpsráðs að láta flytja
úrvalssögur, íslenzkar, af góðum upp-
lesurum, er égmjög þakklátur fyrir og
vonast eftir að því verði haldið áfram
í vetur.
Þegar ég var unglingur, las ég í Nýjum
kvöldvökum, söguna, Gullfararnir, með
mikilli ánægju. Þar er lýst ást fósturföð-
ur, drenglyndi og orðheldni af mikilli
list. Sumir segja, að íslenzku þjóðinni
sé að fara aftur með orðheldni, þess-
vegna held ég, að þessi saga, Gullfar-
arnir, ætti meira erindi í útvarpið, held-
ur en t. d. sagan, Á flakki með fram-
liðnum, sem flutt var í sumar og sagan,
sem nú er flutt.
Tveggja manna sakna ég sérstaklega,
herra dr. Einars Ó. Sveinssonar og herra
sem hættir eru að tala í útvarp. þeirra
dr. Björns Sigfússonar. Meðferð dr.
E. ó. S. á Njálssögu var snilld. Það vildi
ég, að hann fengist til að flytja eina
Islendingasöguna í vetur. Og þættir
herra B. S. um islenzkt mál prýðilegir
og þar hafi verið skipt um til hins
verra.
Leikritin síðastliðinn vetur þótti mér
mörg góð, en bezt sálræna leikritið,
se még man ekki hvað hét, um stúlkuna,
sem myrti ástmenn sina, eftir skamman
unað, og þetta var henni svo hátíðleg
athöfn, að hún lék áður á kirkjuorgelið.
En ástæðan til þessara athafna hennar
var sú, að hún var svívirt, unglingur.
Ég læt þá þessum hugleiðingum lokið,
að sinni, þó margt sé eftir, sem ástæða
væri til að minnast á.
Reykjavík, 20. okt. 1947.
Siguröur HeiSberg.
Eíga alUr
að nota
daglaga
l
1 RICE KRISPIES rrj+Bmrvrr?****