Útvarpstíðindi - 10.11.1947, Síða 21
ÚTVARPSTÍÐINDI
429
að finna á tígrisdýrinu. Auðsjáan-
lega hafði öfugt dýr orðið fyrir skot-
inu, en rándýrið á hinn bóginn
hrokkið upp af af hjartaslagi, bæði
vegna hins hvella skots og ellihrörn-
unar. Frú Packletide varð, eins og
geta má nærri, sár, þegar þetta kom
á daginn, en þegar öllu var á botn-
inn hvolft, átti hún þó tígrisdýrs-
hræið, og þorpsbúar, gráðugir í sína
þúsund rupees, féllust allshugar
fegnir á að láta svo heita, að hún
hefði skotið villidýrið. Og ungfrú
Mebbin var launuð lagskona. Frú
Packletide bauð því ljósmyndavél-
unum birginn létt í lund og hin Ijós-
myndaða frægð hennar náði allt frá
SmámyndavikublaSi Texasfylkis yf-
ir á síður hins myndum skreytta
mánudagsaukablaðs Novoe Vremya.
Um Loonu Bimberton er það að
segja, að hún aftók að líta í mynda-
blaðið vikum saman, og þakkarbréfið
vegna brjóstnælunnar úr tígrisdýrs-
klónum, sem hún fékk að gjöf, var
fyrirmynd, hvað snerti niðurbældar
tilfinningar. Hádegisverðarboðinu
hafnaði hún. Það kemur sú stund,
að niðurbældar tilfinningar geta
reynzt hættulegar.
Frá Curzon-stræti ferðaðist tígris-
dýrsfeldurinn út á herragarðinn og
var gaumgæfilega skoðaður og dáður
af öllum þar um slóðir, og það sýnd-
ist vel fara og sæma, er frú Packle-
tide birtist í gervi veiðigyðjunnar
Díönu á grímudansleik héraðsins.
Samt neitaði hún að fallast á hina
freistandi uppástungu Clovis um að
halda steinaldardansleik, þar sem
allir viðstaddir skyldu klæðast feld-
um dýra, sem þeir hefðu nýlega
lagt að velli „Ég yrði að vísu heldur
en ekki hvítvoðingslegur," játaði
Clovis, „með einn eða tvo kanínu-
skinnssnepla um kroppinn. En eigi
að síður,“ bætti hann við, um leið
og hann renndi augunum illgirnis-
lega yfir vaxtarlag Díönu, „þá hefi
ég vöxt á við hvern balettdansar-
ann.“
„En hve öllum yrði nú skemmt,
ef þeir fengju að vita, hvernig í öllu
liggur,“ sagði Louisa Mebbin nokkr-
um dögum eftir dansleikinn.
„Hvað eigið þér við?“ spurði frú
Packletide snöggt.
„Hvernig þér skutuð geitina og
hrædduð líftóruna úr tígrisdýrinu",
sagði ungfrú Mebbin og hló sínum
ógeðfellda ánægjuhlátri.
„Enginn mundi trúa því,“ sagði
frú Packletide, og andlit hennar
skipti litum, eins og þegar blaðað
er hratt í gegnum marglita mynda-
bók.
„Loona Bimberton mundi gera
það,“ sagði ungfrú Mebbin. Andlit
frú Packletide tók á sig fráhrind-
andi grænhvítan blæ.
„Þér færuð aldrei að ljóstra upp
um mig?“ sagði hún í spurnarrómi.
Ég rakst á sumarbústað nálægt
Dorking, sem mér leikur hugur á
að kaupa,“ sagði ungfrú Mebbin,
eins og það væri málinu óviðkom-
andi. „Sex hundruð og áttatíu pund,
eignarjörð. Kjarakaup, en gallinn er
sá, að ég á ekki fyrir því.“
—o—
Fagri sumarbústaðurinn hennar
Louise Mebbin, sem hún skírði „Les
Fauves“ (Villidýrin), og sumarglaði
garðurinn hennar með tígrisdýrs-
Framh. á bls. 432.