Útvarpstíðindi - 26.01.1948, Page 11

Útvarpstíðindi - 26.01.1948, Page 11
ÚTVARPSTÍÐINDI 35 Sfuftbylgjuúfvarp til útlanda Verður einu sinnl í viku framvegis OTVARPSRÁÐ ákvað fyrir nokkru að Ríkisútvarpið skyldi hefja stutt- bylgjuútvarp til útlanda frá með 1. febrúar. Er ráðstöfun {jessi í samræmi við fjölmargar óskir og áskoranir ís- lendinga, sem erlendis dvelja, en hafa fram að þessu mjög farið á mis við fréttir að heiman, og þannig verið oft um langt skeið sviptir sambandi við þjóð sína. Verður stuttbylgjuútvarp þetta framvegis á sunnudögum, og stendur yfir hálfa klukkustund í senn. -Ot varpað verður á íslenzku og sagðar fréttir af því markverðasta, sem ger- izt hér, og loks verður flutt íslenzk tónlist. Ekki er Otvarpstíðindum kunnugt um, þegar þetta er skrifað, á hvaða bylgjulengd stuttbylgjuútvarpið verð- ur, né um tilhögun þess í einstökum atriðum, en ákveðið mun vera að stuttbylgjuútvarpið verði í sjálfum dagskrártímanum, og munu hlust- endur hér einnig geta fylgzt með því. Þetta er í fyrsta sinn, sem Ríkisút- varpið sjálft tekur upp reglubundið stuttbylgjuútvarp til útlanda vikulega, og má telja víst að það verði vinsælt af íslendingum erlendis, og að þeir sitji sig ekki úr færi að hlusta á ,,0t- varp Reykjavík,“ þegar rödd að heim- an talar, og íslenzk hljómlist ómar í eyrum þeirra. Og trúlegt er að þessi eini hálftími vikunnar, sem stutt- bylgjuútvarpið stendur yfir, verði þeim hjartfólgnari en allir dagskrár- tímar vikunnar til samans, eru okkur, sem heima sitjum og heyrum „Otvarp Reykjavík“ daglega. Áður hefur verið gerð hér tilraun með stuttbylgjuútvarp til útlanda, en það var aldrei reglubundið, eins og nú er ráðgert að verði. Og takist stutt- bylgjusendingarnar vel, er vonandi að ekki þurfi að leggja stuttbylgjuút- varpið niður, heldur auka það og bæta. Jafnvel mætti hugsa sér að það væri ekki eingöngu miðað við Islend- inga eina, þegar fram í sækir, heldur yrði einnig stuttbylgjuútvarp héðan á erlendum málum. Með því móti væri hægt að koma að margvíslegri kynningu á landi og þjóð; menningu vorri og listum, því vafalaust má telja, að stuttbylgjuútvarp héðan á erlend- um málum eignaðist stóran hlustenda- hóp, meðal hinna mörgu, sem áhuga hafa á íslandi og sögu þess. Eiga alUr 1 R8CE Ikrispies að nota daglega

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.