Útvarpstíðindi - 26.01.1948, Qupperneq 14

Útvarpstíðindi - 26.01.1948, Qupperneq 14
38 ÚT V ARPSTÍÐINDI ■ - z.' > L. r\ SSS. ==-=—-—1 —- V.S.V. Silgt um gullinn sæ .... Sögukaíli úr óprentaðri sögu - „SKUGGAHVERFI“ SVART SKIP er að hverfa um gullinn sjó. — Fannhvítur jökullinn hvílir við bláan, rokkinn himinn. Esjan er fjólu- blá, merluð blámóðu. — Það er logn og kyrrð. Sólarlagið færir náttúruna í há- tíðaskrúða. Sjórinn er eins og skyggt gler, bylgjurnar ávalar og þungar, lág- ar — og líða hægt. Þrír ungir menn standa á hafnar- hausnum og gullnum bjarma sólarlagsins slær á andlit þeirra. Þeír híma þögulir við grindurnar umhverfis vitann, og það er bið í fasi þeirra. Þeir eru ólíkir í vexti, en það er kyrrð yfir þeim. Ef til vill hef- yr kvöldið, þetta silkimjúka sumarkvöld í sólarlagi við Reykjavík, gert þá meira og viðkvæma, strokið af þeim hark lið- ins dags, fært þá úr gráum flíkum dökkrar borgarinnar, sem hvílir að baki þeitrra, þögul og kyrrlát. Haraldurr Guðmannsson er hár og þrekinn, axlirnar beinar eins og strik. Andlitið er stórt og mikið, dökkt og hart, ennið breitt, augnabrúnir svartar og ná saman, hárið svart. Augun eru dökk og myrk, en við og við bregður fyrir í þeim hlýju bliki — og þá gr eins og mjúkur straumur fari um andlits- drættina. Hann styður höndunum á grindurnar, aðra kreppir hann, en hinni strýkur hann döggina af járninu, en döggin er hlý og mjúk. Hann er kyrr og hugsi. Það er eins og hann horfi langt út í rökkvaðan fjarskan. Friðrik Jónsson er hár og grannur, dökkhærður, með mikil kollvik og svart- brýndur. Andlitið er slétt og svipurinn hreinn, en hakan er veikluleg og varirnar þunnar og á sííelldri hreyfingu. Augun eru dimmblá og flögrandi. Hann styður olnbogunum á grindurnar og hvílir höku í löngum og mjóum höndurh. Við og við ræskir hann sig, eins og það sé kökkur í hálsi hans og snýtir þurru, snöggt og lágt án þess að hreyfa sig. Stígur Stígsson er grannur og lágur, lítill maður. Andlitið er bjart óg opið og drættir þess skipta um blæ í sífellu. Hann hefur ljóst, liðað hár, hreint og hátt enni. Hakan skagar nokkuð fram og festa er í mannsvipnum. Hann er ókyrrastur þeirra félaga, hangir stund- um ólánlega á grindunum, klifrar upp á þær, stígur niður, snýr sér við — og það er bros um varir hans. En þrátt fyr- ir örar og snöggar hreyfingar er enginn óróleiki yfir honum, aðeins gleði og fögnuður yfir því að vera til þetta kvöld. „Jæja, nú er hann að hverfa", segir Friðrik Jónsson. „Það er komið út úr blóðsjónum og er orðio eins og svartur depill. Skyldum við nokkurn tíma sjá hann framar?“ Friðrik hefur stigið öðr- um fæti í neðsta rimann. Hann hvílir enn höku í lófum og horfir út til hafs- brúnar, þar sem svarta skipið er að líða burt út í dökkann blámann. „Það er að fara með fisk til Spánar og ætlar svo að sækja þangað salt. Frissi var hugaður að leggja út í þetta.

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.