Útvarpstíðindi - 26.01.1948, Síða 19

Útvarpstíðindi - 26.01.1948, Síða 19
ÚTVARPSTÍÐINDI 43 „Það held ég ekki. Hann varð eitthvað svo myrkur til augnanna, þegar hann leit til barnanna. En því tók ég eftir, að Bjarghildur hreyfst af mælsku Þor- gíms. Ja, ég skal segja ykkur að ég er búinn að byrja þrisvar á sögu um þetta heimili. Það er áreiðanlega efni í góða sögu, bara ef maður ... “ „Já, bara ef maður“. Enn er hæðnis- tónninn í rómi Haralds. „Þú ert víst bú- inn að byrja á þeim nokkrum, svona þrjú, fjögur blöð hver saga“. „Bíddu alveg rólegur, kunningi“, það er dálítil þykkja í rómi Stígs. „Sjálfur hefur þú víst sagt mér tuttugu sinum efnið í sömu sögunni, sem þú ert ekki enn farinn að skrifa og skrifar víst aldrei". Haraldur hlær kokhlátri, en ekki með brjóstinu, og hláturinn nær ekki að breyta svipnum: „Við bíðum og sjáum hvað setur, góði“. „Það er betra að yrkja kvæði“, segir Friðrik hugsi. „Nú er sólarlagið búið — og allt orðið nótt. Esjan hefur breytt um lit og jökullinn er horfinn í himinn- inn“. „Jæja“, segi Haraldur og vill á fram- hald. „Já“. Stígur gýtur augunum til Har- aldar. „Þú ert alltaf með einhverja hel- vítis illgirni. — Jæja. Það var köttur hjá þeim. Elzta barnið, drengur með brún ellileg augu og sterka drætti við munnvikin, fór með köttinn að elda- inni og setti hann á hana sjóðandi heita. Kötturinn hentist burtu, skaðbrenndur á löppunum, sem von var, en drengur- ínn hló. Hann stóð berfættur á blautu og hrímuðu gólfinu og sagði hlæjandi, og það var undarleg grimmd í þessari barnsrödd: „Á, varð þér of heitt? Ornaði ég þér of vel?“ Ég horfði á þennan kjallarason. Hann var fölur og renglulegur, hálsinn mjór og strengdur, eins og í ekka, sinarnar skáru út í hörundið, og það sáust bláar æðar. En augun skutu neistum ... “ „Bölvað óhræsið", segir Haraldur. „Honum var svo kalt sjálfum, hugsa ég“, svarar Friðrik. „Mér er farið að kólna. Ég er líka blautur í fæturna, geng næstum á berum mér ...“ „Þegar ég fór heim um kvöldið, lang- aði mig helzt til að brjóta hvern einasta búðarglugga, sem ég fór framhjá. Þeir voru allir uppljómaðir og fullir af alls konar bölvuðu skrani. Svo fréttum við nokkru seinna í Skugga-kaffi, að Þor- grímur Væri orðinn veikur. Það var sagt, að hann væri voðalega -veikur. Við Frissi fórum heim til hans. Hann vildi ekki leita til bæjarins. Læknirinn var þar, þegar við komum og hann sagði að hann væri með lungnabólgu. Þorgrímur harð- neitaði að leitað væri til bæjarins. Hann byltist í fletinu og svitinn perlaðist á enni hans. Brjóstið gekk upp og niður. „Hann hefur það ekki af, ef hann á að liggja hér“, sagði læknirinn. „Ég verð hér og fer ekki neitt“, sagði Þorgrímur. Hann bölvaði og svo beit hann í koddann. Frissi steinþagði, horfði allt í kring- um sig. Þegar við komum út, sagði hann við mig: „Ég skal segja þér, að ég hef geymt nokkrar krónur og ætlaði að nota þær til þess að kaupa mér galla ef ég réðist á skip aftur. Heldurðu að Þor- grímur myndi þiggja þær, ef ég biðist til að lána honum þær?“ Svo fórum við inn — og það gekk, eftir dálítið stríð. Og svo var Þorgrímur fluttur á Landa- kot. Þá voru engar tryggingar og engin sjúkrasamlög, bara talaö um það og rif- ist um það, eins og nú. Svo liðu tveir dagar. Þá var afmæli félagsins. Við sát- um saman við langborð og sungum: „Ein ráði alþýðan“, þá bánnsettu vit- leysu. Og þá datt mér í hug að heim- sækja Þorgrím. Ég fór upp á spítala. Ég gekk að rúminu hans. Mér var sagt, að ég mætti ekki dvelja lengi. — Þor- grímur lá á bakið. Veggirnir í stofunni voru bláir, en loftið hvítt og hreint. — Hann starði upp í loftið. Þegar ég heils-

x

Útvarpstíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.