Útvarpstíðindi - 13.09.1948, Blaðsíða 5

Útvarpstíðindi - 13.09.1948, Blaðsíða 5
ÚTVARPSTÍÐINDI 317 Leikrit flutt í útvarpi allra (Djóða Hér verður það flutt á norsku 21. september UM 20. þessa mánaðar verður leikið í útvarpið leikrit á vegum Sameinuðu þjóðanna. Það hefur nú verið flutt í útvarp víða um heim og um þessar mundir er það flutt á Norðurlöndum. Hér verður það flutt á norsku og er það miður, að íslenzkir leikarar skuli ekki flytja það hér, svo að íslenzka þjóðin fái notið efnis þess til fulls. Leikritið er samið af George Ivan Smith og tekið til flutnings af upp- lýsingadeild Sameinuðu þjóðanna. g-jald til hennar, að minnsta kosti svo vel, að hún getur haldið starfi sínu áfram og aukið það ár frá ári. öll starfsemi útvarpsháskóla mið- ast við menningargildi þess, sem flutt er í útvarpið. Starfsemin er þannig skipulögð, að fyrirlestrar eru fluttir, en síðan skrifa hlustendur til stöðvarinnar og fá svar við spurn- ingum sínum. Hinir færustu sér- fræðingar í fjölda vísindagreina starfa við háskólann, kunnir pró fessorar, vísindamenn og kennarar. Meðal kennslukraftanna eru prófess- orar frá kunnustu háskólum Amer- íku eins og til dæmis háskólanna í Harvard, Yale og Columbia. Kennd er saga, hagfræði, lög, tungumál, heimspeki, náttúrufræði, landafræði og svo framvegis. Það heitir ,,Edge of Peace“, en það þýðir því sem næst „Þegar friður fékkst“. Það fjallar um friðarhug- sjón mannkynsins og á að vera hvöt til allra þjóða um að vinna að friði og berjast geng hverju því, sem fái spillt samstarfi og samhyggð þjóða á milli. Leikrit þetta átti að flytja í út- varpi allra þjóða hinn 14. ágúst s.l., en þann dag voru liðin rétt þrjú ár frá uppgjöf Japana í síðasta ófriði. Ekki var hægt að koma því Þessi útvarpsháskóli heyrist sæmi- lega vel hér á íslandi á góð tæki. Hann útvarpar á hverju laugardags- kvöldi á dönsku klukkan 7 eftir ís- lenzkum tíma á stuttbylgjum 16 og 19. Því miður útvarpar stöðin ekki á íslenzku, en annars útvarpar hún á flestum tungumálum heims. Hér er þessa getið af gefnu til- efni. Talað hefur verið um, að út- varpið ætti að auka að stórum mun fræðslu sína og beina kennslu. Það er alveg óþarfi að miða slíka starf- semi við venjulegan útvarpstíma kvölddagskrár og þó yrði slíkur flutningur að eiga sér stað, þegar fólk hefur tíma til að hlusta. En vel væri það, ef við gætum stofnað okkar eigin, íslenzka útvarpsháskóla.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.