Útvarpstíðindi - 13.09.1948, Blaðsíða 17

Útvarpstíðindi - 13.09.1948, Blaðsíða 17
ÚT V ARPSTÍÐINDI 329 okkur. Konan mín er hlaupin burtu af heimilinu! Ég er frjáls, skilurðu, \ina mín. Ég er frjáls maður!“ Hann ætlaði að segja eitthvað fleira, en í sama bili gekk frú Katrín fram í herbergið, svo að hann heyrði ekki til hennar. Hann stóð alveg eins og steingerfingur við símann með heridina kreppta um heyrnartækið, en svo sleit hann sambandið. „Svo þú ert þá hér? .... þú ert ekki .... ert ekki farin“, stamaði hann. Hún brosti eins eðlilega og henni var unnt, svo sagði hún: „Þú mannst það ef til vill ekki, að við eigum brúðkaupsafmæli í dag?' Ég ætlaði bara að vita, hvort þú gætir ekki orðið afbrýðisamur ennþá. Ég var rétt komin í mát þarna á bak við gluggatjöldin, þegar þú varst að lesa bréfið, gluggatjöldin ætluðu líka alveg að kæfa mig .... En heyrðu, varst þú annars að tala við ein- hvern í símanum? Ég heyrði mál- róm þinn, en gat ekki heyrt, hvern þú varst að tala við . . Ég hef ef til vill truflað samtalið?“ „Nei, nei mikil ósköp, nei. Það gerði ekkert til, það var heldur ekki svo mikilvægt samtal“, svaraði hann og tók upp litla öskju úr vasa sínum og rétti konu sinni. „Sjáðu til, Katrín, ég mundi eftir deginum". „Og ég líka“, anzaði hún, og tók fram pakka og rétti honum. Og af gömlum vana, kysstu þau hvort annað léttilega á kynnina. Upp í sveit Upp í sveit ég átti flest ævitíðar sporin, enda finn eg allt af bezt yndi þar á vorin. Vori'ö gefur líf og Ijós lifnar söngva kliður. Föl úr dái raknar rós, raddir tímans viður. Þó eg sé fluttur alfarinn úr æsku lcæra dalnum, alltaf dvelur andi minn cnn í blómasalnum. Fátt í sveitum fær nú prís, forn er tryggð upp urin. Mér finnst alltaf minna á ís malarbúskapurinn. Þeir, sem flýja úr sveit að sjá, sízt hafa þungu bifað. Gráu malargrjóti á geta þó sumir lifað. VORVÍSA Brosir engi, bær og tún, burt fer nætursvalinn. Heilög sól af hárri brún hprfir yfir dalinn.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.