Útvarpstíðindi - 13.09.1948, Blaðsíða 7

Útvarpstíðindi - 13.09.1948, Blaðsíða 7
ÚTVARPSTÍÐINDI 319 Samtaf ui J Odendrib dJd- Otti oaon: U l\J SOGIi RIKISUTVARPSIMS „Frá Hlíðarhúsum til Bjarma lands” HENDRIK J. S. OTTÓSSON starf- aði um skeið sem fréttamaður við Ríkisútvarpið. Hann lét af því starfi fyrir nokkru til að taka við öðru starfi fyrir það og vinnur nú að því að skrifa sögu Ríkisútvarpsins í tuttugu ár. Er þetta meira starf en margur heldur, því að ætlunin er að birta í þessari sögu skýrslur um allar greinar starfsins og auk þess mikinn fjölda mynda, en margir hafa komið við sögu þessarar merku stofnunar í tuttugu ár og má óefað fullyrða, að saga Hendriks verði hin fróðlegasta. Fyrir nokkru sneru Útvarpstíðindi sér til Hendriks og spurðu hann um þetta starf hans. Hann varðist allra frétta af því, enda kvað hann það enn skammt á veg komið. ,,1 raun og veru hefur tíminn síðan ég tók að mér að taka saman þessa sögu gengið í það að leggja grundvöllinn að henni. Maður verður að kafa í mörgum skjölum og skil- ríkjum útvarpsins, safna að sér hundruðum mynda og kynna sér efnið áðui- en maður getur farið að taka það saman í heild, eða réttara sagt áður en maður getur gert sér fyllilega ljóst, hvernig skipulag bók- arinnar á að vera. Auk þess verð ég að afla mér aðstoðar hinna fróð- ustu manna til þess að skrifa og taka saman þætti í bókina um ein- stakar greinar útvarpsrekstursins. En ég hygg, að mér muni þykja gaman að því að taka þessa bók saman og ég mun leggja mig í fram- króka u.m að gera þetta rit sem bezt úr garði“. — Fæ ég þá ekkert frekar að vita um þetta afmælisrit að þessu sinni? „Nei, því miður, — en ég er að skrifa aðra bók, ja, raunverulega er ég búinn að skrifa bók og hún er í prentun“. — Og um hvað? ,,Um hvað? Ja, ef ég gæti svarað því í einni setningu. Þetta eru minn- ingar mínar“. — Úr Vesturbænum, — eins og þú fluttir í útvarpið á síðastliðnum vetri ? „Já, — og meira. Þetta er nokk- urs konar veraldarsaga mín, æsku- minningar, baráttusaga og bollalegg- ingar“. — Þú byrjar snemma að skrifa æfisögu þína. Flestir bíða þangað til þeir eru orðnir sjötugir. „Já“, svarar Hendrik og hlær. „ýmsir kunningjar rnínir hafa skop- azt að því, að ég skuli semja ævi- sögu mína, rúmlega fimmtugur mað- urinn. Hafa þeir allir talið sjálf-

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.