Útvarpstíðindi - 13.09.1948, Blaðsíða 8

Útvarpstíðindi - 13.09.1948, Blaðsíða 8
320 ÚTVARPSTÍÐINDT sagt, að ekki sé byrjað á slíku fyrir- tæki fyrir sjötugsaldur eins og þú segir. Ég liefi svarað þeim m'eð því, að ég telji heppilegast að byrja sem fyrst á því, eða að minnsta kosti áður en rnaður hefur gleymt svo miklu, að grípa verði til skáldskapar þar sem minnið þrýtur. Það, sem á daga mína hefur drifið er ef til vill ekki merkilegt frá sögulegu sjónar- miði, en ég hefi samt tekið virkan þátt í íslenzkum stjórnmálum frá árinu 1913, en þá gekk ég í gamla Sjálfstæðisflokkinn, en í janúar 1947 voru liðin 30 ár frá því, að ég gerð- ist skipulagsbundinn félagi í verka- lýðshreyfingunni. Ég hefi þess vegna haft tækifæri til þess að kynnast mörgu, sem gerzt hefur á liðnum árum og ekki hvað sízt því, sem gerðist bak við tjöldin og almenn- ingi er lítt kunnugt. Annars var það ekki ætlun mín að skrifa ævisögu mína, en ástæðan til þess, að þessi bók hefur orðið til er sú, að fyrri hluta árs 1946 lá ég rúmfastur vegna stórrar læknisað- gerðar og tók ég að skrifa æsku- minningar mínar, aðallega mér til afþreyingar og til þess að draga hugann frá líkamlegum þjáningum. Þegar maður liggur veikur, rifjast upp margt það, sem gerðist á æsku- árunum. Seinna, þegar ég var kom- inn á ról, las ég nokkra kafla í út- varp og einstaka menn höfðu gaman af þeim. Þá datt ,mér í hug að reyna að skrásetja fleiri hluti, sem ég hefi séð og heyrt og nú er orðin nokkuð stór bók úr þessu öllu. — Bókinni skipti ég í kafla eftir innihaldi og um það bil þriðjungur hennar æskuminningar, en hitt er svo þróunarsaga mín og þeirra manna, sem ég hef átt samfylgd með um ævina. Sumir menn vilja ef til vill halda því fram, að æskuminn- ingarnar séu ólíkar að efni hinum hluta bók'arinnar, en það er samt ekki rétt. Æskuminningar rnínar úr Vesturbænum og Mosfellssveitinni eru undirstaða mín. Þær sýna það umhverfi, sem ég ólst upp í og þann anda, sem mótaði mig. Ég lýsi þar því, sem aldrei sézt í bókum um sögu Reykjavíkur eða annarra staða, en það er daglegt líf smáfólksins, barnanna og þeirra, sem þau um- gangast. Börnin umgangast venju- lega ekki mikilmenni sögunnar. Mik- ilmennin hafa venjulega ekki tíma til að umgangast börn — nema þá helzt sín eigin. Gamla fólkið í Vest- urbænum og Mosfellssveitinni, sem ég umgekkst, er ekki nefnt í ann- álum, en það var ósvikinn íslenzkur aðall. Því á ég svo mikið að þakka. Ég hefi verið vinmargur um ævina, það er alþýðufólk yfir höfuð. Ég nýt þess að ganga eftir götum Reykjavíkur og mæta kveðjubrosi fólks. Ég vona, að það haldizt meðan ég tóri. Einmitt þessi ánægja, að hafa átt marga vini og eiga enn, er ein aðal uppistaðan í bókinni minni. Ég nefni bókina ,,Frá Hlíðarhús- um til Bjar.malands“, því frá Hlíðar- húsastígnum er ég sprottinn, en för sú, sem ég fór 1920 til Bjarmalands við Hvítahaf og svo þaðan til Moskvu, gerbreytti ævi minni og hugsunarhætti. Að vísu lýkur bók- inni ekki á Bjarmalandsförinni, en um hana er langt mál, sem mörgum mun þykja skrítið. Svo minnist ég á „hvíta stríðið“ í Reykjavík 1921, en við vorum tugthúsaðir, nokkrir menn, sem fylgdum Ólafi Friðriks-

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.