Útvarpstíðindi - 25.10.1948, Blaðsíða 8

Útvarpstíðindi - 25.10.1948, Blaðsíða 8
392 ÚTVARPSTÍÐINDI skipulegri þekkingu, sem allar fram- farir og allur ríkidómur þjóðanna byggist haldbezt, en ekki á rifrildi svonefndra stjórnmálamanna. Jafn- vel sigrar í styrjöldum byggjast á vísindastörfum fárra góðra heila, en ekki á blaðaskrifum eða raupi stjórn- málamannanna né á mannfjölda herjanna. Sérstaklega að lokinni síð- ustu heimstyrjöld hafa augu stjórn- málamanna, sem með fjárveitinga- vald þjóðanna fara, opnazt fyrir staðreyndinni um hina miklu þýð- ingu vísindastarfa af öllu tagi og aukið fjárveitingar til slíkra starfa að miklum mun til að tryggja fram- tíð þegna sinna í samkeppninni um heimsmarkaði og heimsyfirráð. Á Islandi einu allra Evrópulanda var fyrst ráðist á lágar fjárveitingar til vísindastarfsemi, þegar þurfti að spara eða rétta jafnvægi fjárlag- anna. Slík forsjá hinna vitru á vafa- laust eftir að koma þjóðinni í koll. Öll menning, allar framfarir nú- tímans byggjast á vísindastarfsemi, og sökum eðlis hennar er það hinn herfilegasti misskilningur að ætla, að smáþjóð eins og við Islendingar getum komizt jafn vel áfram og aðrir, vísindalítið og byggt fram- farirnar á vísindaiðkunum annarra. Það þarf góða þekkingu til að geta hagnýtt reynslu annarra þjóða við annarlegar aðstæður, og þótt klastr- arar geti oft þeytt ryki í augu al- mennings og talið honum trú um ágæti sitt, byggjast litlar framfarir á klastri. Eins er ómögulegt að vinna góð vísindaafrek án góðra sambanda við umheiminn, góður bókakostur er vísindunum lífsnauðsyn meira en flestum öðrum sviðum hins mann- lega lífs, því að ekkert er alþjóð- legra en vísindi. Það hefir hinum pólitísku valdhöfum þessa lands ekki skilizt heldur, eins og bezt sést á eilífum bönnum á bókakaupum og áhaldainnflutningi, enda eru vissar atvinnugreinar okkur fjarri því að vera mælanlegar á nútímamæli- kvarða. Tímarit og alþjóðamót eru beztu hjálpartækin, sem vísindamenn á öllum sviðum hafa til að fylgjast sem bezt með þróun greinar sinnar. Tímaritin eru birt víða um heim, en alþjóðamót eru haldin öðru hvoru á stað, sem ákveðinn er með löngum fyrirvara. Erfðafræðingar hafa hald- ið átta slík mót síðan 1906 og þó reyndar fleiri, því að á öllum al- þjóðamótum grasafræðinga og flest- um alþjóðamótum dýrafræðinga og mannfræðinga eru sérstakar deildir fyrir erfðafræði. Síðasta mótið var haldið í Lundi og Stokkhólmi með' fulltrúum frá öllum löndum heims, „frá Japan í austri til Hawii í vestri, frá Islandi í norðri til Nýja Sjá- lands í suðri“ eins og formaður mótsnefndar, prófessor Bonnier, komst að orði í setningraræðu, en frá Rússlandi kom þó enginn, því miður, sökum valdboðs stjórnarinnar þar. Island átti þarna tvo fulltrúa, en hefði atvinnumálaráðuneytið ekki tekið í taumana nokkrum dögum áð- ur en mótið hófst, myndi háttvirt Viðskiptanefnd hafa leikið hér hlut- verk hins rússneska valdhafa og komið í veg fyrir þátttöku íslands, því að á tæpum tveim mánuðum hafði hún neitað æ ofan í æ um gjaldeyrisleyfi og lausn hinna frægu átthagafjötra. Sem betur fer, er ekki jafn algert einræði alls staðar,

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.