Útvarpstíðindi - 25.10.1948, Blaðsíða 16

Útvarpstíðindi - 25.10.1948, Blaðsíða 16
400 ÚTVARPSTÍÐINDI FYRSTA STÓRA LEIKRITIÐ. St. St. skrifar: „Leikritið um riddara ömurleikans, sem flutt var laugardaginn 16. október var fyrsta stóra leikritið á vetr- inum, en svo finnst mér rétt að taka til orða, jafnvel þótt enn sé ekki kominn vetur samkvæmt almanakinu. Þetta leikrit var ekki slæm byrjun á dagskránni og verður nú að vænta þess að framhaldið verði ekki lakara. Leikritið var og tölu- verð nýjung, þar sem það var í raun og veru hvort tveggja í senn saga og leikur. Þulur og höfundur tengdu saman efni leiksins, sem fluttur var af leikurum, og þetta tókst framar öllum vonum, en vanda tel ég það allmikinn að flytja slíkt efni á þann veg, að ekki komi illa við hlust- endur. Báðir, Brynjólfur Jóhannesson og Þorsteinn Ó. Stephensen, voru mátulega hátíðlegir, er þeir sögSu hrakfallasögu Don Quixote, riddara ömurleikans — og þó gat maður heyrt á hreimnum í máli þeirra, hve kótbroslegur þeim fannst hann vera á allri sinni miklu hrakfallabraut um ver- öldina. Lárus Pálsson lék aðalhlutverkið og Valdimar Helgason hitt. BáSum tókst það vel. — Það má vel vera, að þessi leikur sé of strembinn fyrir hávaSann af fólki, en ég hef alltaf haft það álit, að útvarpið megi ekki taka o£ mikið tillit til slíks. ÞaS verður aðallega að flytja góS og viðamikil leikrit, þó að það megi gjarna taka, við og viS til flutnings leikrit af hinni léttari gerð. — Ég vil þakka leik- listarráðunáutinum fyrir þetta leikrit og vona, að framhaldiS verði eins gott og upphafið". HVERS VEGNA? S. G. Bj. skrifar þetta bréf: „Ég var að enda viS að lesa danska blaðið Ber- lingske Tidende frá 5. október. Þar sé ég auglýsingu og ritdóm um bók eða rit, sem er nýkomiS út í Kaupmannahöfn, og er hún um dagskrá útvarpsins í vetur. Þar er gerð grein fyrir öllum liðum dagskrár- innar og sagt frá ótal mörgu, sem þar á að koma fram til næsta vors. Mér datt í hug við lestur þessarar greinar, „ólíkt höfumst vér að“. Ilér fáum viS ekkert að vita um dagskrá fyr en næstum því jafn óðum og hún kemur í útvnrpinu. Ég get ekki betur séð en að hér sé illa unniS. Við höfum stórt útvarpsráð, sem kosið er af Alþingi, viS höfum dagskrárstjóra og fulltrúa hans og starfsmenn, en samt gerist ekki neitt. Yfirmenn útvarpsins verSa að láta fara fram uppskurð og taka burtu meinsemd. Útvarpsráð er áreiSanlega svifaminnsta útvarpsráð í lieimi. Það vinnur hægt — og ekki bítandi. Það slórar viS störf sín — því ber að sjá um, að starfsmenn þess vinni vel, svo að ekkert skal sagt um þá að sinni. Það vil ég og segja um leiS, að ég trúi ekki þeim fullyrðingum, sem komiS hafa í leið- urunum hjá yður í Útvarpstíðindum, að svo erfitt sé að fá menn til að starfa fyrir dagskrá útvarpsins, aS ekki séu tök á fyrir útvarpsráð að búa út dagskrá svo tínianlega að hægt sé að skýra hlustendum frá henni áður en þeir eiga að fara aS lilusta á hana. Þetta er fyrirsláttur eSa afsökunartilraun fyrir slælega frammistöðu og skil ég ekki hvers vegna Útvarpstíðindi ljá sig til slíks, þar sem þau eiga að vera málsvari og málpípa hlustenda gagnvart útvarpinu. Þetta finnst yður ef til vill vera hörð orS, en þér ráðið hvort þér birtiS þau. Ég skrifaði eitt sinn skrifstofu útvarpsráðs um líkt efni, en lief aldrei heyrt neitt svar við þeim orðum mínum. Þeir hafa víst ráð á að stinga undir stól hógværum og sanngjörnum aSfinnslum, þeg.ja þá hlustendur í hel, sem þeim líkar ekki við, enda gáfust þeir upp mjög aum- lega við útvarpsþáttinn á sunnudagsmorgn- um, on ÚtvarpstíSindi hafa ekki ráð á að stinga undir stól röddum hlustenda — og ráðið þér nú, hvað þér geriS, herra rit stjóri" Atkugasemd. Það er ekki vegna storkunaryrðanna, sem þetta bréf er birt. Útvarpstíðindi hafa

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.