Útvarpstíðindi - 22.11.1948, Side 8

Útvarpstíðindi - 22.11.1948, Side 8
440 ÚTVARPSTÍÐINDI Evrópuríkjanna, að þau gjöri allt, sem í þeirra valdi stendur, til þess að endurheimta hinar duldu tekjur sínar, auðvitað fyrst og fremst með því að auka tekjur sínar vegna ferða- fólks. Til allrar óhamingju, þá er engan staf hægt að finna fyrir því, í fyrrgreindri skýrslu Sameinuðu þjóðanna, að nokkur framvinda hafi átt sér stað á því sviðinu. Skýrslan sú sér ekki nema þessi ráð til þess að Evrópuþjóðirnar fái jafnað hall- ann — Að auka framleiðslu á sviði þungaiðnaðarins (járn, stál, efna- vörur, vélar); að auka útflutning hráefna og að láta innlendu fram- leiðsluna koma í stað innflutta varn- ingsins, þar sem möguleikar leyfa. En þar sem 70 af hundraði hallans er við Bandaríki Ameríku ein, þá er þess varla að vænta, að lausn fáist á vandamálinu með því að koma í framkvæmd þeirri hugmynd að útiloka iðnaðarframleiðslu Banda- ríkjanna frá markaði Evrópuland- anna eða að hugsa sér það, að fram- leiðsla Evrópuríkjanna sjálfra geti með öllu komið í stað þeirrar amer- ísku. Það, sem fyrst og fremst virðist liggja fyrir, er að auka útflutning Evrópulandanna til Ameríku. Auð- vitað eru takmörk fyrir því magni iðnaðarframleiðslu og hráefna, sem það land getur tekið á móti, þar sem svo má segja, að þeir þar vestra séu sjálfum sér nógir á þeim svið- um. Aftur á móti býður ferðamanna- straumurinn uppá sem sagt ótak- markaða aukningu hinna duldu tekna, en aukningin er um leið frem- ur til góðs en til ills fyrir fjárhags- kerfi Ameríkumanna sjálfra innan- lands“. Því næst koma ýmsar töflur, sem bera það með sér, að höfundurinn gjörir sér vonir um það, að á ár- unum 1948—51 sé möguleiki á því, að þjóðir Evrópu fái greidd hálft þriðja þúsund milljónir dollara af hendi amerískra ferðamanna. Til viðbótar sé ekki ólíklegt að kanad- iskir ferðamenn greiði þessum þjóð- um um 80 milljónir dollara, borg- arar samveldislandanna brezku muni greiða einar 65 milljónir enskra punda á sama tímabili, en þar í er meðreiknuð sú upphæð, sem líklegt er, að þeir hinir sömu greiði til skipafélaga og flugfélaga fyrir flutn- ing sinn fram og aftur. Hvað fólk frá Suður-Ameríku, hinum ýmsu ný- lendurn og yfirleitt öðrum hlutum heims, komi til með að greiða, sé erfitt að gjöra á fæturna, en aldrei muni það verða minna en 50 milljón- ir punda. Sé þessu öllu breytt í ameríska dollara, þá telur höf. vægt í sakirnar farið að álykta, að tekjur Evrópulandanna 16, sem þátt taka í viðreisnaráformunum vegna ferða- fólks frá öðrum heimsálfum, muni verða um það bil 3 billjónir amer- ískra dollara, haldi viðreisn Evrópu áfram í sömu átt og hún hefur gjört að undanförnu. 3.000.000.000 amer- ískra dollara, þrír með níu núllum fyrir aftan. Við getum gjört það að gamni oltkar að margfalda þetta með 61/2 og fáum við þá út nítján og hálfa billjón íslenzkra króna. En tölur þessar eru nú, þegar allt kemur til alls, ekki eins æfintýra- legar og manni virðist í fljótu bragði. Nokkuð er til þess að styðj- ast við í þessum útreikningum. Á árinu 1946 kom 91 þúsund amer- íski’a ferðamanna til Evrópu og

x

Útvarpstíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.