Útvarpstíðindi - 21.03.1949, Blaðsíða 4
76
ÚtvarpttíOindi
HELGI HJÖRVAR:
Störf útvarpsráðs
Slðari hluti útvarpserindis.
Framh.
Útvarpsráö byrjaði starf sitt við mikla
óvissu og mikla örbirgð. Útvarpsnotendur
voru taldir um 400, afnotagjald varð 30 kr.
Það voru 12 þúsund kr. í árstekjur. Fyrsta
kostnaðaráætlun, bókuð í gerðabók út-
varpsráð, er uppkast, gert af formanni í
okt. 1930, 60 þús. kr. á ári fyrir öllu dag-
skrárefni, og mætti að vísu fimmfalda nú
að verðgildi. Smíði stöðvarinnar drógst á
langinn. Rætt hafði verið um það, að geta
útvarpað Alþingishátíðinni á Þingvöllum
1930, en þó var horfið frá að reyna það.
Loks gat útvarp hafist 20. desember 1930.
Fyrstu sumurin var dagskráin nær ein-
göngu fréttir og tónleikar, og í mörg ár
var ætlað til allrar dagskrár um 60 þús. kr.
á ári. Þá voru 5 krónur til eða frá mikils-
verður hlutur fyrir starfsemi útvarpsráðs.
Útvarpsráð leitaðist við að koma á ís-
lenzku útvarpsmáli. í gerðabók þess 18.
sept. 1930 er t. d. bókað orðið „þulur,“ og
þannig sköpuðust orðin jafnóðum og til
þurfti að taka, sjónvarp, þegar þar að kom,
o. s. frv. Alexander Jóhannesson var lífið
og sálin í hinum fyrstu áformum um sam-
bandið við umheiminn. Hann kenndi út-
varpinu það, að hægt var að taka upp frétt-
ir frá útlöndum, og á þann einfalda hátt
að ganga sjálfur í verkið. Hann tók upp
fréttir frá Þýzkalandi og útvarpaði jafn-
óðum af eldlegum ákafa, frá þeim atburð-
um sem allur jarðheimur svalg í þann tíma.
Þá gerðust fréttirnar þar.
Fyrstu vikuna sem útvarpið starfaði var
gerð ályktun um það í útvarpsráði, að I
janúarlok 1931 skyldu fara fram frjálsar
umræður um landsmál 1 útvarpið. En all-
miklir vafningar urðu um þessar fyrstu
stjórnmálaumræður; flokkarnir voru hik-
andi, og kannski ekki lausir við klókindi.
Þann 9. febr. 1931 er samþykkt á fundi út-
varpsráðs að birta skuli tiltekna ályktun
um stjórnmál frá landsmálafélaginu
„Fram“ í Hafnarfirði, en eitthvað stóð í
stappi um tillöguna, og þegar á eftir þá
ákvörðun útvarpsráðs, að framvegis verði
ekki birtar í útvarpinu „pólitískar rök-
semdafærslur fyrir fundarályktunum,
heldur niðurstöður einar og ályktanir, sem
tillaga felur í sér.“ — Þessi regla gildir enn.
Nú var útvarpsráð að komast út í heim-
inn. Á næsta fundi er samþykkt áskorun
um það, að „vegna svívirðilegra ummæla"
í tilteknu blaði um Sigurð Einarsson — en
hann var þá orðinn fréttamaður — skuli
höfða mál á blaðið, „með því að síðari hluti
ummælanna er meiðandi, einnig fyrir starf-
semi útvarpsins.“
Þessi viðkvæmni vandist af útvarpsráði
með aldrinum.
Um vorið 1931, 6. maí, var haldinn fund-
ur útvarpsráðs heima hjá Páli ísólfssyni
(hann mun hafa verið veikur, en annars
var útvarpsráð á hrakningum með fundi
sína). Á þeim fundi var samþ. með 2:1
atkv. að veita Kommúnistaflokki íslands
rúm fyrir eina ræðu í stj órnmálaumræðum
sem þá fóru fram í útvarpinu. Þetta sama
kvöld kom Brynjólfur Bjarnason upp í út-
varp og flutti ræðu sína, en þvínæst dró
hann sig úr hindarhljóði og lét hina eigast
við. Síðar varð hann yfirmaður útvarpsins
sem ráðherra, en fráleitt hefur þessi ræða
gert til né frá um það.
Verksvið útvarpsráðs var þannig afmark-
að í lögunum sem giltu um hið fyrsta út-
varpsráð:
„Útvarpsráð hefur yfirstjórn hinnar
menningarlegu starfsemi útvarpsins og
ræður útvarpsefni, í samráði við útvarps-
stjóra. Þess skal stranglega gætt, að við