Útvarpstíðindi - 21.03.1949, Side 5

Útvarpstíðindi - 21.03.1949, Side 5
Útvarpstíðindi 77 útvarpið ríki skoðanafrelsi og að gætt verði fyllstu óhlutdrægni gagnvart öllum flokk- um og stefnum í almennum málum.“ Þessum ákvæðum var breytt að orðalagi í þeim lögum sem nú gilda, og segir þar að „útvarpsráð tekur ákvarðanir um það, hversu dagskrá skuli hagað í höfuðefnum og leggur fullnaðarsamþykki á dagskrá. Það setur reglur um fréttaflutning út- varpsins og aörar reglur, er þurfa þykir til gæslu þess, að við útvarpið ríki skoðana- frelsi og fyllsta óhlutdrægni“ o. s. frv. Það er einkennilegt, að í svo veigamiklum lögum sem útvarpslögin eru, stendur hvergi skýlaust hvar æðsta vald yfir þessum mál- efnum er eða fullnaðarábyrgð. En svo mun vera litið á, að það sé eftir eðli málsins hjá útvarpsráði, þrátt fyrir hið óhreina orða- lag í lögunum. Á þúsund fundum útvarpsráðs hafa verið tekin fyrir fleiri mál en tölum verði talin að sinni, mörg harla smá, en stundum líka stórmál, og ýmsar ákvarðanir gerðar sem litla athygli vöktu um leið og gerðar voru, en fólu þó í sér markverða hluti til fram- búðar, og stundum til hins betra. Útvarps- ráð hefur oft staðið í vanda frammi fyrir einskærum hégóma og dægurþrasi — sem samtímamönnum finnst jafnan vera hin stærstu mál. En útvarpsráð hefur líka stundum staðið frammi fyrir raunveruleg- um vanda, þar sem mikið reið á úrskurði þess. Tíminn einn gerir hér þann greinar- mun sem nokkru skifti. Ekki er þess að vænta, að fundir slíkir sem útvarpsráðs séu jafnan mjög skemmti- legir og ekki er heldur siður að bókfæra það sem skemmtilegt kynni að vera, held- ur fellur það utan við hinn beina og virðu- lega veg sem ganga skal. Þó er margt það geymt í hinni háalvarlegu gerðabók út- varpsráðs sem saklaust gaman væri að rifja upp, og ætlaði ég að vísu að leyfa mér það nú. En tíminn hefur farið i alvöruna. r----------------------------------------\ RÍKISÚTVARPIÐ Takmark Ríkisútvarpsins og ætlunar- verk er að ná til allra þegna landsins með hverskonar fræðslu og skemmtun, sem því er unnt að veita. Aðalskrifstofa útvarpsins annast um afgreiðslu, fjárhald, útborg- anir, samningagerðir o. s. frv. — Út- varpsstjóri er venjulega til viðtals kl. 2—4 síðd. Sími skrifstofunnar er 4993. Sími útvarpsstjóra 4990. Innheimtu afnotagjalda annast sérstök skrifstofa. — Sími 4998. Útvarpsráðið (Dagskrástjórnin) hefur yfirstjórn hinnar menningarlegu starfsemi og vel- ur útvarpseíni. Skrifstofan er opin til viðtals og afgreiðslu frá kl. 2-—4 síðd. Sími 4991. Fréttastofan annast um fréttasöfnun innanlands og frá útlöndum. Fréttaritarar eru í hverju héraði og kaupstað landsins. Sími frétta- stofu 4994. Sími fréttastjóra 4845. Auglýsingar. Utvarpið flytur auglýsingar og tilkynn- ingar til landsmanna með skjótum og áhrifamiklum hætti. Þeir, sem reynt hafa, telja útvarpsauglýsingar áhrifa- mestar allra auglýsinga. Auglýsingar- sími 1095. Verkfræðingur útvarpsins hefur daglega umsjón með útvarps- stöðinni, magnarasal og viðgerðarstofu. Sími verkfræðings 4992. Viðgerðarstofan annast um hverskonar viðgerðir og breytingar viðtækja, veitir lelðbeiningar og fræðslu um not og viðgerðir viötækja. Sími viðgerðarstofunnar 4995. Takmarkið er: Útvarpið inn á hvert heimili! Allir landsmenn þurfa að eiga kost á því, að hlusta á æðaslög þjóðlíísins; hjartaslög heimsins. Ríldsútvarpið. v________________________________________,

x

Útvarpstíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.