Útvarpstíðindi - 21.03.1949, Page 15

Útvarpstíðindi - 21.03.1949, Page 15
Ú tvarpstíðindi 87 styttur, því sem nemur lestri Passíusálmanna og sama gildir vafalaust um aðra sæmilega liði hinnar mjög svo lélegu dagskrár. Þegar Óskalagatíminn hófst var honum ætlaður því sem næst einn klukkutími og hefur sá háttur verið hafður á, allt þar til lestur Passíusálma hófst. Sizt er ég á móti Passíusálmunum, en þetta smásmugulega sparnaðarsjónarmið er ofvaxið mínum skilningi. Því má ekki lengja dagskrána því sem nemur tímanum, sem fer í Passíusálmalestur. Munar Ríkisútvarpið svona óskaplega mikið um 15 mínútur? Ég held, að margir hlustendur taki undir þá ósk mína, að Ríkisútvarpið sjái sig nú um hönd og fari að óskum hlustenda, ekki einungis um þennan eina þátt, heldur dagskrána almennt. Hlust- endum finnst hvort eð er heldur lítið á dag- skránni að græða fyrir þær 100 krónur, sem þeir greiða í afnotagjöld á ári. Hefi ég heyrt margar raddir um það, að útvarpið gæti sér að skaðlausu haft dagskrána til miðnættis alla daga og finnst mér þetta vel athugandi fyrir ráðamenn þess, og væri óskandi, að þeir treystu sér til að taka óskir hlustenda til greina einstaka sinnum, en létu ekki ætíð ráða sín eigin þröngu sjónarmið. F. T. Takmarkiö er Vihtæki á hverju heimili. V iðtækjaverzlun Ríkisins Gar^astræti 2 . Reykjavík V._________________________J Höfum ávallt fyrirliggjandi NEFTÚBAK í 250 gr. glerkrukkum, — ditto í 50 gr. blikkdósum. TÓBAKSEINKASALA RÍKISINS

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.