Bankablaðið - 01.06.1953, Blaðsíða 8

Bankablaðið - 01.06.1953, Blaðsíða 8
Fyrsta stjórn Starfsmannafélags Útvegsbankans. lirynjólfur Jóhannesson. Kristján Jónsson. Einar E. Kvaran. í útibúunum. Af þeim hópi eru 28 enn við störf í bankanum, en hinir ýrnist farnir til annarra starfa eða dánir. í fyrstu stjórn voru kjörnir: Einar E. Kvaran, formaður, Brynjólfur Jóhannesson, ritari og Kristján Jónsson, gjaldkeri. í vara- stjórn voru: Guðmundur ólafs, varaformað- ur og meðstjórnendur: Jóhann Ámason og Þórarinn B. Nielsen. Nafni félagsins var brevtt árið 1944. LAUNAMÁL. Strax eftir stofnun félagsins er rætt um launamál starfsmanna. Það var Brynjólfur Jóhannesson er fyrst kveður sér hljóðs um þau mál. Var þá samþykkt, að félagsstjóm taki launamálin til athugunar og aðgerða fyrst allra rnála. Og alla stund síðan hefur félagið unnið að bættum kjörum starfsmanna eftir því sem Unnt hefur verið. Á umliðnum árum hefur af og til verið rætt um að fá setta á launareglugerð, (svo sem verið hefur gildandi í Landsbanka ís- lands). Af því hefur þó ekki orðið enn, enda ávallt talið álitamál, hvort það myndi verða til bóta fyrir starfsmenn. EFTIRLAUNASJÓÐUR. Á fundi 28. nóvember 1933 er því hreyft, af Helga Eiríkssyni, að fulltrúaráð bankans hafi Jrá fvrir nokkru samþykkt að stofna eftirlaunasjóð starfsmanna bankans. í ársbyrjun 1934 hefur stjórn félagsins skrifað bankastjóminni bréf um málið. 2 BAN KABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.