Bankablaðið - 01.06.1953, Blaðsíða 9

Bankablaðið - 01.06.1953, Blaðsíða 9
AÐ LIÐNUM TVEIMUR ÁRATUGUM Starfsmannafélag Útvegsbankans er tuttugu ára. Á þeim sögulegu tímamót- um verður mörgum, einkum hinum eldri starfsmönnum bankans, hugsað til stofn- unar félagsins og starfsáranna frá upphafi til þessa dags. Árið 1933 hafði íslands- banki starfað í 26 ár og Utvegsbanki íslands h. f. í 3 ár. Á þeim árafjölda hafði unnið hjá þeim stofnunum fjölmennur hópur kvenna og karla. Án efa hefur samstarf og félagsandi ríkt meðal þessa fólks. Þó varð það eigi fyrr en 1. júní 1933, að starfsmenn Útvegsbankans stofnuðu félag til þess að vinna að hagsmunamálum sínum og öðrum sameiginlegum hugðarefnum. Starfsmannafélag Útvegsbankans mótaði í upphafi ákveðna stefnu og hafði á að skipa öruggri forustu. Vannst vel að því, að fá viðurkenningu á tilveru og rétti félagsins til umræðna og tillagna í launamálum. Enn fremur var eitt af fvrstu baráttumálum félagsins og stór sigur í starfssögu þess að fá korhið á stofn Eftir- launasjóði fyrir starfsmenn bankans. Hefur hagur hans og efling verið einn merk- asti og mikilvægasti þáttur í starfsemi félagsins. Margt fleira mætti nefna, og verður það rakið í sögu félagsins. Verkefnin hafa verið ótæmandi og margir og fórnfúsir félagar hafa lagt hönd á plóginn og góðan hug til þess að efla gengi félagsins og hag fólksins. Fyrir það allt er skylt að þakka á þessum tímamótum. Margir eiga þær þakkir frá núverandi starfsmönnum fyrir margvíslegar fyrirgreiðslur í félagsmálum. Einnig er það gleðiefni að mega þakka ánægjulegt samstarf og samskipti við stjórnendur bankans. En gagnkvæmur skilningur þessara aðila, er hinn traustasti grundvöllur bankastarfseminnar. Samstarf við Samband ísl. bankamanna og önnur félög bankastarfsmanna hefur verið félagi okkar til efhngar og ánægju. Framtíðin skapar ótæmandi verkefni fyrir núverandi og nýja starfsfélaga. Ég vona að þeir geri sér far um að halda ávalt merki félagsins hátt á lofti. Verið þess minnug að margar hendur vinna létt verk og góður hugur og samheldni getur gert framtíð félagsins glæsilega fyrir okkur sjálf og stofnun þá, er við unnum öll af heilum hug og hollustu. Adolf B/örnsson. BANKABLAÐIÐ 3

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.