Bankablaðið - 01.06.1953, Blaðsíða 23

Bankablaðið - 01.06.1953, Blaðsíða 23
Og eitt sinn, þegar indæll blundur á Adam seig í djúpri ró, þá risti guð hans síðu' i sundur, að sæi' hann hvað i manni bjó. Hann leit á hjarta hans og nýru og hitt og annað mikilsvert; hann mældi gall- og magasýru: Af mestu prýði allt var gert! En þegar átti' að sauma saman og setja þetta allt í lag, þá tók nú fyrst að grána gaman; hann glímdi við það heilan dag. Og ofaukið varð einu rifi, þá allt var hitt i skorður sett: „Svo sannarlega sem ég lifi," þá sagði drottinn, „allt er rétt." „Því þó að rifið afgangs yrði, má alltaf gera mat úr því, sem mætti verða mikils virði og manni hverjum fengur í." Hann rifið tók og sagði svona: „Já, sífellt geri' ég eitthvað nýttl Nú vil ég að þú verðir kona, sem veröldina fái prýtt." Og það var ráð í tíma tekið. Hann talaði, og svo það varð, og Adam fékk á fætur rekið; svo fór hann með hann út í garð. Og sjá, — þar stóð hans brúður bjarta, svo blíð og göfug, prúð og hrein. Hann elskaði' hana' af öllu hjarta, sem ætti' hann sérhvert hennar bein. BANKABLAÐIÐ 17

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.