Bankablaðið - 01.06.1953, Blaðsíða 25

Bankablaðið - 01.06.1953, Blaðsíða 25
Hvað viðskiptamennirnir segja Bankablaðið átti tal við fulltrúa þriggja stétta, sem viðskipti hafa við Útvegsbank- ann, þ. e. útvegsmanna, verzlunar- og iðnaðar- manna og lagði fyrir þá eftirfarandi spurn- ingar: 1. Hvernig falla yður viðskiptin við Útvegsbankann yfirleitt. 2. Hvað munduð þér vilja segja um starfsfólk bankans og samskiptin við það. 3. Hvað er það viðvíkjandi afgreiðslu í bankanum, sem yður virðist að betur mætti fara. Einar Sigurðsson, útgerðarmaður: í. Atvinnuháttum er þann veg farið hér á landi, að þar skiptast tíð- um á skin og skúrir. Tröppugangur vill því verða í efnahagslífi þeirra, er við atvinnurekstur fást og einkum þann áhættu- samasta, útgerð og fisk- framleiðslu. Það er því hverjum þeim, er á kannske allt sitt undir afstöðu viðskiptabanka síns til viðfangsefna líðandi stundar, mikil- vægt að eiga þar hauk í horni, stofnun, sem er viðskiptavinum sínum trú og trygg jafnt í mótlæti sem meðlæti. Þannig hafa mér jafnan reynst viðskiptin við Útvegsbanka íslands h. f. En því er ekki að leyna, að oft hefði mátt vera rneira fé til framkvæmda en geta bankans leyfði hverju sinni. En hver getur ekki mælt svo, að hann kysi að hafa rneira fé handa á milli, þegar hann sér ólevst verkefni blasa við á hverju leiti? 2. Góður eiginleiki hvers bankamanns, sem annarra verzlunarmanna, er að líta á viðskiptamanninn sem vin. Því lengri sem samskipti manna verða, því nánari verða tíð- ast kynnin og betri. Þannig er reynsla mín af starfsmönnum Útvegsbankans yfirleitt fyrr og síðar. Ljúfmennska, lipurð og greið- vikni einkenna þeirra störf. 3. Það sem mér finnst, að betur rnætti fara í afgreiðslu í bankanum, væri, ef hægt væri að bæta úr þrengslunum, sem oft eru í aðalafgreiðslusal bankans, en til þess skortir sjálfsagt meira húsrvmi. Það er sama sagan alls staðar: Meiri hraði. Bergþór E. Þorvaldsson, foistjóri: 1. Um langan tírna hef ég haft viðskipti við Út- vegsbanka íslands h. f. Fyrst sem gjaldkeri hjá stórri inn- og útflutnings- verzlun hér í bæ, og nú síðustu rúmega 11 árin, sem eigandi að Heild- verzluninni Berg. Allan þennan tima hafa mér revnzt viðskiptin við bankann pn'ðileg og mér til ánægju. 2. Samskiptin við starfsfólk bankans hafa einnig verið mjög ánægjuleg og hef ég aldrei fundið annað, en að hver starfsmaður hafi viljað leysa verk sitt samviskusamlega af hendi og með lipurð gagnvart viðskiptamönn- unum. Munu flestir viðskiptanrenn bankans segja það sama um starfsfólk hans. 3. Ég teldi það æskilegt, að bankinn fengi þá aðstöðu, að hann gæti jafn greiðlega og vilji er fyrir hendi leyst úr sanngjömum láns- þörfum verzlunarstéttarinnar. BANKABLAÐIÐ T9

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.