Bankablaðið - 01.06.1953, Blaðsíða 21

Bankablaðið - 01.06.1953, Blaðsíða 21
AFMÆLISDAGAR ÞorsteitktM. Amórssotk bankavörður í Útvegsbanka Islands h. f. varð sextugur 20. febrúar síðastliðinn. Hann fæddist að Folafæti í Súðavíkur- hreppi 1893. Stundaði hann í uppvexti margs- konar störf til sveita og sjávar. Lengst af Hjúlmiýr Sigtirðsstiíi bankavörður varð 75 ára 14. apríl síðast- liðinn. Hann fæddist á Stokkseyri 1878. Um langa og merka ævi hefur Hjálmtýr komið víða við sögu viðskipta og félagsmála. Verður sú saga eigi rakin hér að þessu sinni, \ munu þó störf Þorsteins hafa verið á hafinu. Hneygðist hugur hans þangað á unga aldri. Hann lauk skipstjóraprófi á ísafirði 1923. Var hann lengi formaður í Bolungavík og víðar og ávalt fengsæll og happasæll í sjó- róðrum. Um skeið var Þorsteinn skipstjóri á Djúp-bátnum og fór fjöldamargar ferðir um ísafjarðardjúp. Var annáluð stjórnsemi og lipurð hans í þeim störfum. Árið 1935 fluttist Þorsteinn til Reykjavík- ur og hefur verið starfsmaður Fiskveiðasjóðs íslands og Útvegsbankans síðan 1938. Nýtur hann í þeim störfum vinsælda yfir- boðara og samverkamanna. Er hann maður fastur fyrir, friðsamur og fyrirgreiðslufús. A. B. en margir munu þeir vera, sem kynnzt hafa honum í sambandi við þau störf hans og eiga góðar endurminningar um þau samskipti. Síðan 1940 hefur Hjálmtýr starfað í Út- vegsbankanum og tekið þar á móti hinum tignustu gestum. Kann hann vel til þeirra starfa. Hann er í hópi hinna velgerðu og glað- lyndu starfsmanna, og sér eigi á,þó að árin séu mörg og störfin margþætt eins og raun ber vitni og kirkjubækur sanna. Hann er öldungur með unglings yfirbragð, síkátur og skemmtinn í viðræðum og vinahópi. Starfsfélagar Hjálmtýs árna honum og hans ágætu konu heilla og framtíðarhamingju. A. B. BANKABLAÐIÐ 15

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.