Bankablaðið - 01.12.1976, Blaðsíða 3

Bankablaðið - 01.12.1976, Blaðsíða 3
BANKABLAÐIÐ 42. érg. - 1. tbl. des. 1976 Útg.: Samband ísl. bankamanna Ritstjóri: Sólon R. Sigurðsson Skrifstofa: Gunnar Eydal Björg Árnadóttir Bankablaðið er prentað í 2500 eintökum Ef nisyf irlit: 1 Rauð strik — Láglaunasvæði 2 Samningsréttarmálin 3 Samningarnir 1976 5 Nýmæli í samningunum 6 Þróun kaupmáttar 8 Skipting bankamanna í launa- flokka 11 Vornámskeið SÍB 1976 13 Frá skrifstofu SlB 14 Úrslit í ritgerðarsamkeppninni 15 Verkfall bankamanna í Noregi 16 Frá námskeiði í Bergendal 18 In memoriam 23 Frá Norðurlöndum 27 Stórmeistarinn Najdorf tefldi fjöltefli við bankamenn 28 Hraðskákmót bankamanna 29 Ný bankaútibú 30 Nýr bankastjóri í Alþýðu- bankanum hf. 31 Nýr bankastjóri í Búnaðarbanka Islands 32 Aðstoðarbankastjóri í Búnaðar- banka fslands 33 Nýr hagfræðingur Seðlabankans 34 30. þing BSRB 37 Merkisafmæli starfsmanna Útvegsbanka Islands 41 Merkisafmæli starfsmanna Landsbanka Islands 43 Fréttir frá starfsmanna- félögunum Setning og prentun: FORMPRENT Filmu- og plötugerð: REPRÓ s.f. Rauð sfrik • Láglaunasvæði í kjaramálaályktun þings BSRB í októ- ber s.l. var krafist tafarlausra kjarabóta til handa félagsmönnum BSRB. Bandalag Háskólamanna hefur nýlega lagt fram kröfur um 30% kauphækkun og fleiri samtök launamanna hafa krafist tafarlausra kjarabóta. Þessar kröfur allar verða að teljast eðlilegar í fyllsta máta þegar litið er til hinna gífurlegu hækkana á öllu verðlagi sem dunið hafa yfir síðan samningar voru almennt gerðir s.l. vor, og þær samningsbundnu launahækkanir sem komið hafa, hafa engan veginn haldið í við verðhækkanirnar. Rauðu strikin svonefndu áttu reyndar að bæta launþegum upp þær verðhækkanir sem yrðu á samningstímabilinu, en því miður verður það að segjast að hverri launahækkun vegna rauðu strikanna hefur fylgt skriða verðhækkana og þannig hafa verð- bæturnar verið teknar jafnóðum aftur. Það er því eðlilegt að launafólk vilji spyrna við fótum og reyndar hafa sumir hópar náð nokkrum árangri í formi yfir- borgana. En þar sitja ekki allir við sama borð. Yfirborganir tíðkast ekki hjá ríkinu og bönkunum, en það eru einmitt banka- starfsmenn og starfsmenn ríkis og bæja ásamt öðrum láglauna- mönnum sem harðast hafa orðið fyrir holskeflu verðhækkan- anna að undanförnu. Þrátt fyrir stofnun verðbólgunefndar ríkisins mun verðbólgan vafalaust geysast áfram með svipuðum hraða og áður, ef áfram heldur sem horfir. Því er nauðsynlegt að launþegasamtök snúi bökum saman og krefjist í næstu samningum, fullra verðlags- bóta á laun. Rauð strik duga ekki. Fram hefur komið í fjölmiðlum að undanförnu að ísland sé orðið láglaunasvæði. Þetta er vissulega rétt þegar litið er til þess að byrjunarlaun bankamanna í Danmörku eru tvöföld byrj- unarlaun íslenskra starfsbræðra þeirra og hæstu laun danskra bankamanna munu vera því sem næst þreföld laun skv. 12. flokki. Byrjandi í dönskum banka er metinn í launum til jafns við deildarstjóra í íslenskum banka og svona mætti lengi telja. Ekki hefði síður verið nauðsynlegt að stofna nefnd til þess að fá fram ástæðuna fyrir því að ísland er orðið láglaunasvæði. SRS. Sólon R. Sigurðsson. BANKABLAÐIÐ 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.