Bankablaðið - 01.12.1976, Blaðsíða 46

Bankablaðið - 01.12.1976, Blaðsíða 46
Kosning í nefndir fór á þessa leið: Skemmtinefnd: Sigrún Ólafsdóttir, Sigrún Kröyer, Ásgeir Jónsson, Ingibjörg Júlíusdóttir, Sigurbjörg Ámundadóttir. Til vara: Kristín Jónsdóttir, Eyjólfur Ellertsson. Bókasafnsnefnd: Hrafnkatla Einarsdóttir, Kristín María Kristinsdóttir, Vilhelm Steinsen. Náms- og kynnisfarasjóður: Pétur Stefánsson, Sigurður Gústafsson, Karl Hallbjörnsson, Erla Sigurðardóttir, Ólafia Axelsdóttir. Til vara: Þorkell Þorsteinsson, Sigríður Agnarsdóttir. íþróttanefnd: Helgi Guðmundsson, Þórður Bergmann, Jóhann Birgisson. Taflnefnd: Jóhann örn Sigurjónsson Svana Samúelsdóttir Birgir Friðþjófsson. Frá skemmtinefnd: Mikil gróska hefur verið í félagslífinu, farnar hafa verið margar leikhúsferðir bæði í Iðnó og Þjóðleikhúsið og hefur þátttaka verið nokkuð góð. Haldnir voru hinir árlegu vor og haustfagn- aðir í sal starfsmannafélagsins að Laugavegi 77. Færri komust að en vildu enda kalda borðið hans Sigurjóns rómað mjög fyrir gæði. Alfa Beta lék fyrir dansi í bæði skiptin við góðan orðstý og ekki má gleyma hlut skemmtinefndar sem skenkti stórum við barinn. Á heitasta degi ársins, 9. júlí var lagt af stað í hina árlegu sumarferð. Að þessu sinni sem oftar var farið í Þórsmörk. Veðurguðirnir voru okkur mjög hagstæðir alla helgina, en það heyrði til tíðinda á þessu rigningarsumri. Á laugardagskvöldið var kveiktur varðeldur og virtist fólk skemmta sér hið besta. Að áliðnu sumri var haldið ,,diskótek“ að Laugavegi 77, og var þetta eins konar kveðju- dansleikur fyrir sumarfólkið, tókst það hið besta en fleiri hefðu mátt koma. Fyrirhugaðar eru fleiri leikhúsferðir á vetri komanda, svo og hin árlega jólavaka, sem hald- in verður á Hótel Sögu föstudaginn 3. desem- ber. Einnig er fyrirhuguð jólatrésskemmtun fyr- ir börn starfsfólks 2. jan. í Útgarði. Margt er í bígerð sem ekki þolir dagsins ljós ennþá, og vonandi verður félagslífið jafn líflegt á vetri komanda og á síðast liðum vetri. Frá skáknefnd: Fyrst á dagskrá skáknefndar Landsbankans, starfsárið 1976, var þátttaka í skákkeppni stofnana. tvær sveitir frá bankanum tóku þátt í keppninni, A og B sveit. í A-sveitinni tefldu þessir menn: 1. borð Hilmar Viggósson ( 3 v af 7) 2. borð Jóhann ö. Sigurjónsson (6 v. af 7) 3. borð Leifur Jósteinsson (5 v. af 7) 4. borð Sólmundur Kristjánsson (1 v. af 4) Varam. Baldur Ólafsson (V2 v. af 2) Varam. Helgi Guðmundsson (0 v. af 1) Alls fékk sveitin 15 V2 vinning af 28 möguleg- um og þessi árangur nægði til 8. sætis. Efst varð Skákprent með 21 v., þá Útvegsbankinn með 20 v. í hraðskákkeppninni hafnaði Lands- bankinn í 6. sæti. Fyrir utan hefðbundna starfsemi skáknefnd- arinnar, skal sérstaklega getið fjölteflis argen- tíska stórmeistarans Najdorfs. Keppni meistar- ans við bankamenn var skemmtilegt innlegg í skáklíf bankanna, enda var Najdorf bæði fljót- ur að leika og skemmtilegur í framgöngu. Adolf Björnsson, Útvegsbankanum átti allan heiðurinn af því að koma fjölteflinu á. Hann fékk Najdorf til að tefla, útvegaði húsnæði og sá um allar veitingar. Adolf sýndi með þessu enn einu sinni hug sinn til skáklífs innan bank- anna, og á hann miklar þakkir skilið fyrir. í október s.l. hélt 10 manna lið frá Lands- 44 BANKABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.