Bankablaðið - 01.12.1976, Blaðsíða 50

Bankablaðið - 01.12.1976, Blaðsíða 50
Pétursson, Þórir Baldvinsson, Svavar Jóhanns- son og Haukur Þorleifsson, en hann dvaldi erlendis þegar afmælismótið var haldið. Störf nefnda hafa verið með ýmsu móti á árinu. Sumarbústaðanefnd hefir verið mjög athafnasöm og í haust voru fest kaup á norsk- um sumarbústað sem fluttur verður á land fé- lagsins í Þjórsárdal. Verður húsið flutt austur næsta vor, en í vetur verður því breytt nokkuð og lagfært. Mjög góð nýting var á sumarbú- stöðum félagsins í sumar. Á Snæfellsnesi var fullbókað frá júní til september og svipað er að segja um sumarbústaðina í Þjórsárdal. Að- staða félagsins að Laugarvatni var minna notuð en oft áður. Skáknefnd hefir haldið skákmót innan raða félagsmanna. Keppt var um styttu sem gefin var til minningar um Jónas Benónýsson, af Taflfélagi Hreyfilsmanna. Efstir og jafnir voru þeir Stefán Þormar Guðmundsson og Guðjón Jóhannsson. Eiga þeir óháð einvígi um efsta sætið. Einnig fór 10 manna sveit til Húsa- víkur í október og keppti við félagsmenn tafl- félagsins þar. Sveit Búnaðarbankans vann með 6 V2 á móti 3 V2 . Hraðskákmót vann okkar sveit með miklum yfirburðum. íþróttanefnd hefir gert nokkrar virðingar- Sólon Sigurðssott afhendir Hannesi Pálssyni gjöf frá Sambandi ísl. bankamanna. verðar tilraunir með trimmferðir í nágrenni bæjarins undir stjórn Theodóru Thoroddsen. Ekki hefir hún haft árangur sem erfiði því þátttaka var nánast engin. Námsstyrk á árinu hlaut Árni Kristjánsson, og starfaði hann hjá Cristjania bank og kredit kasse, Osló. Tveir starfsmenn fengu utanfararstyrk. Gunnar Már Hauksson ferðaðist með fjölskyldu sína til Ítalíu, Noregs og Danmerkur. Ása Þórðardóttir, ferðaðist einnig víðs vegar um Ítalíu í mánaðartíma. í júní s.l. var Þórhallur Tryggvason skipað- ur bankastjóri við Búnaðarbankann. Skömmu síðar voru ráðnir tveir aðstoðarbankastjórar, þeir Hannes Pálsson útibússtjóri Búnaðarbank- ans við Hlemm, og Svavar Markússon forstöðu- maður víxladeildar. Svavar átti við mikla van- heilsu að stríða í sumar og lézt hann 28. okt. s.l. Starfsmenn bankans sakna góðs samstarfs- manns og félaga sem var aðeins 41 árs að aldri þegar hann lézt. Nýtt útibú var opnað í Garðabæ fsötudag- inn 3. sept. Svavar Jóhannsson hefir verið ráðinn útibússtjóri, og auk hans gjaldkeri og bankaritari. Stefáni Pálssyni var í maí s.l. veitt staða for- stöðumanns Stofnlánadeildar landbúnaðarins og í stöðu starfsmannasjóra var ráðinn Sverrir Sigfússon. Einnig var staða skipulagsstjóra auglýst laus til umsóknar en ekki hefir verið ráðið í hana ennþá. Tvær deildarstjórastöður voru auglýstar og ráðið í þær og fimm fulltrúa- stöður. Merkisaftnæli: 70 ára Bjarni Jónsson, deildarstjóri, 60 ára Guðmundur Árnason, aðalbókari, 30 ára Jóhann Helgason, aðalféhirðir, Ak., Sigríður Árnadóttir, bankaritari, Sigurborg Hjaltadóttir, deildarstjóri. Starfsafmæli: 35 ára Garðar Þórhallsson, aðalféhirðir. Margháttað félagslíf er í undirbúningi í vet- ur þegar jólaönnum er lokið og nýtt ár hefir hafið göngu sína. 48 BANKABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.