Bankablaðið - 01.12.1976, Síða 4
Samningsréttarmálin
í síðasta Bankablaði skrifaði undirritaður
nokkuð um það réttleysi sem bankamenn
byggju við í samningamálum sínum. Á þessum
málum hafa nú orðið miklar breytingar. í
fylgiskjali III með samkomulagi því sem gert
var við bankana s.l. sumar var yfirlýsing frá
bönkunum þar sem m.a. eftirfarandi var tekið
fram:
„Bankaráð og bankastjórnir ríkisbankanna
munu beita sér fyrir því, að í væntanlega
nýja löggjöf um viðskiptabankana verði sett
lagagrein, sem kveði á um eftirfarandi meg-
inatriði.
1. Að laun og önnur kjör starfsmanna ríkis-
bankanna verði ákveðin með kjarasamn-
ingum á milli bankaráða og bankastjórna
annars vegar og heildarsamtaka banka-
manna hins vegar.
2. Að fyrirkomulag þessara kjarasamninga
fari eftir nánari samkomulagi aðila, sem
lokið verði áður en frumvarp að banka-
löggjöf sé lagt fram.
3. Að jafnframt sé kveðið svo á, að ákvæði
laga nr. 33/1915, um verkfall opinberra
starfsmanna, skuli ekki gilda um starfs-
menn ríkisbankanna.“
Annar liður fylgiskjals III fjallaði um meg-
inatriði væntanlegs samkomulags um fyrir-
komulag væntanlegra kjarasamninga. Gert var
ráð fyrir að slíkt samkomulag yrði tilbúið fyrir
lok septembermánaðar. Af ýmsum ástæðum
var samkomulagið ekki tilbúið þá þrátt fyrir
mikinn fjölda funda sem haldnir hafa verið um
málið ,en í október náðist að lokum endanlegt
samkomulag í samninganefndinni um hljóðan
kjarasamningaákvæða væntanlegra bankalaga
og einnig um „Samkomulag um kjarasamn-
inga.“
Af hálfu bankanna hafa verið í nefndinni
þeir Jónas H. Haralz og Guðmundur Hjartar-
son, bankastjórar en af hálfu SÍB, undirritaður,
Svavar Ármannsson, Þorvaldur G. Einarsson,
Sveinbjörn Hafliðason og Skúli Sigurgrímsson.
Við því er varla að búast að frumvarpið
verði lagt fyrir haustþing en fljótlega eftir að
þing kemur saman að nýju eftir jólaleyfi má
búast við að það verði gert.
Verður þetta mál ekki tíundað frekar hér að
þessu sinni heldur látið bíða til næsta blaðs.
SRS.
2 BANKABLAÐIÐ