Bankablaðið - 01.12.1976, Blaðsíða 22

Bankablaðið - 01.12.1976, Blaðsíða 22
þar sem hann hafði áður unnið um tíma meðan hann var við framhaldsnám. Haustið 1963 hóf Kristinn störf hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Washington og starfaði þar til ársins 1969, er hann réðst aftur til starfa hjá Seðlabanka ís- lands og tók þá við starfi hagfræðings bank- ans og forstöðumanns hagfræðideildar. Var Kristinn vel undir það starf búinn bæði að menntun og starfsreynslu, enda reyndist hann afburða starfsmaður, sem naut vaxandi álits og viðurkenningar allra þeirra sem með honum störfuðu. Starf hans útheimti oft langan og erfiðan vinnudag, en aldrei skoraðist hann und- an vinnuálagi. Ég kynntist Kristni fyrst þegar hann kom til starfa í hagfræðideild Seðlabankans á miðju sumri 1960. Urðum við þá strax nánir vinnu- félagar og vorum það ætíð síðan allan starfsferil Kristins í Seðlabankanum. Á ég margar ljúfar endurminningar um samstarf okkar og dreng- lynda vináttu Kristins, sem engan skugga bar á allt frá fyrstu kynnum. Ég tel mig því geta fullyrt, að stofnunin, sem hann helgaði starfs- krafta sína hefur misst mikinn hæfileikamann, sem jafnframt var mikill mannkostamaður. Við fráfall slíks manns á besta starfsaldri, sem vafalaust hefði átt eftir að eiga góðan hlut að farsælli lausn margra vandamála, er þjóðin í heild fátækari eftir. Á árunum, sem Kristinn starfaði hjá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum kynntist hann eftirlifandi konu sinni, önnu Lorange, en þau gengu í hjónaband 1966. Þau hjónin eignuðust þrjú börn, og var yngsta barn þeirra aðeins mánaðar- gamalt, þegar faðir þess féll frá. Þar sem ann- ars staðar átti Kristinn mikið starf óunnið, svo annt sem honum var um velferð fjölskyldu sinnar. Áður en Kristinn kvæntist eignaðist hann son, Bernódus, sem fæddur er 1963. Ég lýk þessum fáu orðum með þökk til hins látna fyrir einlæga vináttu og fjölskyldu hans og öðrum ástvinum votta ég djúpa samúð. Ólafur Tómasson. Svavar Markússon, aðstoðarbankast jóri Sagt hefur verið, að þeir, sem berjast saman á vígvelli, tengist traustum böndum, en miklu nánari tengsl takist þó með þeim mönnum er vinna langtímum að sömu verkum. Þetta mun margur hafa reynt og geta tekið undir þótt ekki sé einhlítt fremur en annað, sem rætur á í mannlegum tilfinningum. Samverkamenn og aðrir förunautar eru hver öðrum ólíkir og á langri leið verða sumir manni leiðir og hverfa sýnum. Svipir annarra verða hugstæðir, taka á sig geðfellda mynd og kærkomna til upprifj- unar og samneytis. En slíkar myndir eru oftast hálfkaraðar í hugskoti manna uns til þeirra tíðinda dregur á vegi samferðamannsins, að hann er burt kall- aður af þessum heimi. Þá fyrst taka þær á sig skýrt og fullmótað form, þá tregablöndnu end- urminningu, sem við varir. Þess er að vænta þegar líður að ljósaskiptum í lífi manna hér, 20 BANKABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.