Bankablaðið - 01.12.1976, Side 8

Bankablaðið - 01.12.1976, Side 8
allir bankamenn skuli vera slysatryggðir. Trygg- ingin gildir allan sólarhringinn. Tryggingar- bætur eru mismunandi og verða endurskoðað- ar um hver áramót miðað við hækkun launa. 10. Gildistími. í 1. mgr. 22. gr. segir að samkomulagið gildi í 2 ár en í 2. mgr. er heimildarákvæði til þess að segja því upp með þriggja mánaða fyrirvara miðað við 1. júlí 1977. 11. Ýmis atriði. Þá voru gerðar ýmsar fleiri breytingar sem of langt yrði að telja upp hér. Ennfremur voru gerðar ýmsar bókanir, m. a. um dagvistunarmál, lífeyrisréttindi í einkabönkum og réttarstöðu- mál sem ef til vill var veigamesta málið sem um var samið í þessum samningum og er því máli gert nánari skil á öðrum stað í blaðinu. SRS. Þróun kaupmátlar Samanburður á kjörum launþegahópa reynist erfiðari með hverjum nýjum kjarasamningi sem gerður er, enda hefur í samningagerð síð- ustu ára, verið vaxandi tilhneiging til þess að prjóna við samning nýjum ákvæðum, en þau eldri látin standa, og þegar upp er staðið eftir hverja samningagerð liggur fyrir flóknari samn- ingur en sá næsti á undan. Með því að reikna út kaupmátt launa má aftur á móti fá raunhæf- an samanburð á milli launþegahópa, og hefur það verið gert í línuritinu, sem birtist hér með. í því er samanburður gerður á þróun kaup- máttar útborgaðra launa þriggja launþegahópa frá árslokum 1973 þar til eftir samningana á fyrri hluta þessa árs. Kaupmáttur verkamanna- launa er reiknaður út af kjararannsóknarnefnd, kaupmáttur 14. flokks ríkisstarfsmanna í Bandalagi Háskólamanna er reiknaður út af B.H.M. og loks er sýnd þróun kaupmáttar launa í 7.—8. flokki bankamanna, en laun í þeim flokkum eru gott dæmi um almenna launaþróun bankamanna. Frá árslokum 1973 rýrnaði kaupmáttur launa bankamanna jafnt og þétt allt fram á mitt árið 1975 að hann náði lágmarki og hafði þá rýrnað um nær 40% á einu og hálfu ári. Á sama tíma rýrnaði kaupmáttur 14. fl. BHM um 25%, en verkamanna um 5%. Seinni hluta árs 1975 er gerð leiðrétting á launum banka- manan, svo að þeir vinna aftur 10% af þeim 40% sem tapast höfðu. Á fyrri helmingi árs- ins 1976 rýrnar kaupmáttur bankamannalauna enn, þar til með síðustu kjarasamningum að kaupmáttur þeirra verður lítið eitt betri en í árslok 1975. Frá árslokum 1973 til september- loka 1976 hefur kaupmáttur bankamannalauna því rýrnað um 28%, BHM 14 um 29% en verkamanna um 8%. Ef kaupmáttur banka- mannalauna hefði ekki rýrnað meira á um- ræddu tímabili en kaupmáttur verkamanna- launa hefur gert hefðu mánaðarlaun í 8. flokki átt að vera um 30. þús. kr. hærri en þau voru í september s.l. Aftur á móti sýnir þessi samanburður jafn- framt að kjör bankamanna eru engu betri en ríkisstarfsmanna í BHM, sem um þessar mund- ir bera sig hvað verst yfir því að hafa orðið afskiptir í kjaramálum að undanförnu. Athuga ber að línuritið sýnir einungis breyt- ingar á kaupmætti launa hvers hóps frá árs- lokum 1973, en ekki raunverulegan kaupmátt á hverjum tíma. 6 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.