Bankablaðið - 01.12.1976, Side 15
sögn af námskeiðinu án þess að minnast þeirra
manna sérstaklega sem undirbjuggu og sáu um
stjórn námskeiðsins, einkum framkv.stjóra sam-
bandsins, Geirs H. Gunnarssonar og formanns
sambandsins Sólons R. Sigurðssonar og hans
meðstjórnarmanna sem með einstakri lagni og
útsjónarsemi tókst að skipuleggja námskeiðið
á mjög hagkvæman hátt og virkja hvern þátt-
takanda til starfs þegar á námsekiðið kom. Vil
ég fyrir hönd námskeiðsfulltrúa þakka þessum
mönnum fyrir gagnlegt vornámskeið um leið
og ég undirstrika nytsemi námskeiðs sem þessa
fyrir starfsemi íslenskra bankamanna og vona
að það verði framvegis sem hingað til fastur
liður í starfsemi sambandsins.
Þá er rétt að minnast á þátttöku hinna
norrænu starfsbræðra okkar sem veittu mjög
gagnlegar upplýsingar og aðstoðuðu við störf
námskeiðsins eftir því sem aðstæður leyfðu.
Benedikt E. Guðbjartsson.
Frá skrifstofu SÍB
Nýir starfskraftar á skrifstofunni.
Gunnar Eydal, lögfræðingur hóf störf sem
skrifstofustjóri SÍB hinn 1. des. s.l. Gunnar
hefur starfað hjá Bandalagi starfsmanna ríkis
og bæja í á fimmta ár, þannig að hann er öll-
um hnútum kunnugur í starfsemi launþegasam-
taka sem okkar. Gunnars bíða margvísleg verk-
efni og væntir stjórnin mikils af starfi Gunnars.
Gunnar Eydal er fæddur 1. nóv. 1943 á
Akureyri. Hann varð stúdent frá Menntaskól-
anum á Akureyri 1964. Lauk prófi frá laga-
deild Háskóla Islands árið 1971 og stundaði
framhaldsnám í vinnurétti við Kaupmanna-
hafnarháskóla í eitt ár (1971—1972). Gunnar
hefur réttindi sem héraðsdómslögmaður. Að
námi loknu starfaði Gunnar um stutt skeið
hjá Bæjarfógetanum á Akureyri en síðan, eins
og áður sagði, hjá BSRB.
Gunnar er kvæntur Ásgerði Ragnarsdóttur
kennara og eiga þau þrjú börn.
Björg Árnadóttir.
Björg Árnadóttir hóf störf á skrifstofu SÍB
hinn 18. okt. s.l.
Björg er fædd 26. febrúar 1949 á Bíldudal.
Hún lauk námi frá Kvennaskólanum í Reykja-
vík 1967 og hóf þá störf hjá Seðlabanka ís-
lands, þar sem hún starfaði í 3 ár. Þegar Nor-
ræni Iðnþróunarsjóðurinn tók til starfa árið
1970 réðst Björg þangað og starfaði þar næstu
3 árin. Síðan þá hefur Björg starfað heima við
að gæta bús og barna.
Björg er gift Kristjáni Ólafssyni, vélstjóra og
eiga þau tvö börn.
BANKABLAÐIÐ 13