Bankablaðið - 01.12.1976, Qupperneq 18

Bankablaðið - 01.12.1976, Qupperneq 18
Frá námskeiði í Bergendal Erna Sigurðardóttir varaformaður F.S.L.Í. Mér var boðið að taka þátt í námskeiði sem Sænska bankamannasambandið hélt 11.—15. október í Bergendal í Svíþjóð. Bergendal er 15 km norðvestur af Stokkhólmi og er gamalt herrasetur sem keypt var af sænskum félagasam- tökum. Voru byggðar nokkrar álmur við gamla húsið og eru þar 78 eins manns herbergi, mjög vistleg, stór matsalur, tveir fundarsalir fyrir stærri hópa og síðan 6 lítil herbergi til afnota fyrir 5—6 manna hópa. Er „TCO-skolan“ eins og staðurinn kallast leigður út, og var mér sagt að panta þyrfti með árs fyrirvara. Arne Sporre og Bo Gidfors frá Sænska banka- mannasambandinu sáu um námskeiðið og tóku þeir á móti okkur. Við vorum 32 á þessu nám- skeiði 28 svíar, 2 danir, 1 norðmaður og ég frá íslandi. Byrjaði námskeiðið á því að hver kynnti sig og síðan var skipt niður í hópa. Fékk hver fyrir sig möppu með öllum þeim upplýs- ingum í, sem við þurftum að nota til að vinna úr þeim verkefnum sem voru á dagskrá. Fengu allir hóparnir sömu verkefnin og var síðan borin saman niðurstaðan og þá rætt um mismuninn ef allir komust ekki að sömu nið- urstöðu. Eftirfarandi verkefni voru á dagskrá: 1. Ræðumennska. Var þá einkum þrennt sem okkur var bent á í því sambandi. 1) Tala við — ekki til. 2) Vera maður sjálfur. 3) Ég get. — Voru síðan rædd helstu atriði til undirbúnings fyrirlestrar. 2. Starfsemi sambandsins. Kom Mai Ericsson, sem starfar í samninga- deild sambandsins, og hélt fyrirlestur um launa- mál. Var auðheyrt á svíunum að þeir voru mjög ánægðir með þann tíma. Á miðvikudaginn fengum við útlendingarnir frí til að fara til Stokkhólms og skoða okkur um. Var mjög gaman að sjá gamla bæinn og gengum við um í nokkurn tíma. Veðurguð- irnir voru okkur ekki mjög hliðhollir. Það var rok og kuldi og vorum við fegin að kom- ast aftur út á Bergendal. Um kvöldið bauð Sænska bankamannasambandið öllum á nám- skeiðinu að skoða nýju skrifstofu sambandsins í Stokkhólmi sem er mjög stór, yfir 20 her- bergi og með aðstöðu fyrir 36 starfsmenn. Okkur fjórum, dönunum, norðmanninum og mér var síðan boðið á revíu, sem var mjög skemmtileg og síðan á veitingastað. Næsta morgun var byrjað eins og aðra daga kl. 9 og var verkefnið þá „Hver eru störf stjórnar félaga,“ en síðasta daginn kom Lennarr Lundgren og hélt fyrirlestur um réttindi banka- manna. Fannst mér mjög gaman að fylgjast með hópvinnunni og sjá hvað fólkið vann vel úr verkefnunum. Þetta var mjög skemmtileg vika og þakka ég S.Í.B. fyrir þetta tækifæri sem ég fékk til að fara og kynnast bankafólki frá hinum Norð- urlöndunum. Erna Sigurðardóttir. 16 BANKABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bankablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.