Bankablaðið - 01.12.1976, Qupperneq 23
að þeir geymi með sjálfum sér fáeinar slíkar
hugstæðar myndir liðinna förunauta úr dagsins
önn. Svo er um þann, sem þetta ritar.
Enda þótt minningin um Svavar Markússon
sé naumast fullmótuð svo skjótt og óvænt sem
fráfall hans bar að höndum, hygg ég að hann
muni fyrir margra hluta sakir verða mér minn-
isstæður um flesta menn fram.
Kynni mín af Svavari voru ekki umtalsverð
fyrr en hann tók ungur að árum við hinu
vandasama og umfangsmikla starfi deildarstjóra
víxladeildar Búnaðarbankans. Mér fannst mað-
urinn strax geðþekkur og gæfusamlegur og
það kom fljótt á daginn, að hann var mikils
trausts verðugur, hann bæði skildi og kunni
verkefni sín til fullrar hlítar. Allar götur síðan
og fram til þess dags að hann varð að hopa
fyrir alvarlegum sjúkdómi á s.l. vori var sam-
starf okkar mikið og náið og minnist ég þess
ekki, að nokkru sinni bæri þar skugga á, enda
þótt oft væri þrútið loft og þungur sjór í pen-
ingamálum á þessum árum og mökkur marg-
slunginna viðfangsefna myrkvaði okkur sýn um
sinn um þær vandrataðar leiðir. Það var gott
að hafa Svavar við hlið sér á slíkum stundum,
því að maðurinn var stilltur vel og hógvær, en
fljótur, glöggur og liðtækur í besta lagi við
vandasamar ákvarðanir.
Það fór ekki hjá því, að verkefni hlóðust á
Svavar Markússon umfram það sem starf hans
gerði ráð fyrir, og leiddi til þess að síðustu árin
gegndi hann jafnframt fulltrúastarfi hjá banka-
stjórn. Reyndist hann í því starfi ómetanlegur
styrkur fámennri bankastjórn vegna yfirgrips-
mikillar þekkingar, ekki einasta á málefnum
bankans, heldur og högum og háttum viðskipta-
manna hans. Ekki duldist það heldur að Svavar
hafði næman skilning á þeirri almennu afstöðu
og stefnu, sem höfð hefur verið að leiðarljósi
í stjórn bankans um langt skeið.
Það er nokkuð almennt álit að allur vandi
af stjórn meiriháttar stofnana hvíli á herðum
forráðamanna einna, þeirra sem ábyrgðina bera.
Ekki skal því mótmælt að þeirra vandi sé stór
og afgerandi, en þó vill mönnum yfirsjást að
stundum er vandi aðstoðarmannsins meiri og
gerir þá kröfur um yfirsýn og dómgreind. Þau
atvik ber iðulega að höndum, að slíkir menn
þurfa fyrirvaralaust að taka afstöðu eða tjá
viðbrögð við erindum og málefnum án þess að
samráð verði við komið við stjórnendur. Segja
má að þetta sé daglegt brauð í stórum banka.
í slíkum tilfellum brást Svavari Markússyni
aldrei bogalistin. Mál urðu skilin eftir í hans
höndum, stór mál og lítil mál, án nokkurs kvíð-
boga fyrir afdrifum þeirra í hans höndum.
Auk íþróttamennsku sinnar á yngri árum,
sem hann varð landskunnur fyrir, var Svavar
Markússon um marga hluti óvenju vel gerður.
Hann var vel á sig kominn til líkama og sálar,
fríður maður sýnum, heill og hófsamur í skoð-
unum um menn og málefni, laus við sundur-
gerð og framhleypni í háttum, en stilltur og
smekkvís í fasi og framkomu allri. Þó var mað-
urinn glaðvær og léttur í lund og jafnan grunnt
á góðu brosi. Hann var manna þægilegastur í
umgengni og viðmóti.
Hvorki verður brugðið upp snarljósi yfir öll
þau vandasömu og farsælu störf, sem Svavar
Markússon hefur af árvekni og trúmennsku
leyst af hendi fyrir þá stofnun, sem hann taldi
skyldu sína og sæmd að vera hollur, né þann
drjúga skerf, sem hann lagði til brautargengis
hennar um árabil. Ennþá síður verður slíkt
fullþakkað með þessum fátæklegu orðum.
Á Alþingi í fyrravetur var m.a. ákveðið, að
Búnaðarbanki íslands skyldi hafa tvo aðstoðar-
bankastjóra. Það var ekki mót von, að nafn
Svavars væri tíðnefnt í því sambandi enda fór
svo á haustdögum, að hann var ráðinn í annað
þessara embætta. Ekki er ofsagt, að rökstuddar
framtíðarvonir hafi verið bundnar við þá á-
kvörðun. Þær vonir eru nú brostnar í gráum
leik miskunnarlausra örlaga. Svavari entist ekki
aldur til að taka formlega við þessu starfi, sem
hann hófst til af sjálfum sér og verðleikum
sínum einum saman. í þessari ráðstöfun verður
úr því sem komið er að vera fólgið það traust,
virðing og þakklæti, sem Búnaðarbankinn færir
Svavari á þessari hinstu stund.
Ég ber ekki kvíðboga fyrir afdrifum Svavars
í nýjum heimkynnum. Hann flytur með sér það
veganesti, sem engum hefur brugðist og eitt
BANKABLAÐIÐ 21