Bankablaðið - 01.12.1976, Qupperneq 26

Bankablaðið - 01.12.1976, Qupperneq 26
óeðlilegt þegar litið er á hið al- varlega ástand í atvinnumálum þar í landi um þessar mundir. I álykt- uninni sem samþykkt var á þing- inu sagði m.a.: „Það er margt sem áhrif hefur á öryggi starfsmanna. Atvinnuör- yggi er ekki einungis spurning um vernd gegn uppsögn án ástæðu. Endurskipulagning á deild eða bankanum sem heild, umhverfi á vinnustað, vinnuskilyrði, stefnan í starfsmannamálum og margt fleira hefur áhrif á öryggi og öryggis- kennd starfsmanna. Eftir gamalli venju hefur einungis vinnuveit- andinn fjallað um þessi mál. Með nýjum lögum og samningum hin síðari ár hafa orðið á þessu þær breytingar að starfsmenn hafa fengið upplýsingar og meiri áhrif á þessu sviði. Takmarkið er að hvert það mál sem þýðingu hefur fyrir öryggi hins einstaka starfs- manns verði leyst í samvinnu milli aðila.“ Þá segir ennfremur í ályktun- inni: „Miklar breytingar hafa orðið á störfum og starfsskilyrðum banka- manna á síðustu árum með tilkomu rafreikna og tölvumiðstöðva. Sam- tök bankamanna verða að fylgjast vel með á þessu sviði og ættu að krefjast neitunarvalds gegn breyt- ingum sem hafa í för með sér ó- þægilegar afleiðingar fyrir starfs- fólkið. Vinnu- og opnunartími. I umræðunum um vinnutímann kom fram að norrænu bankamanna- samböndin ættu sem skammtíma- takmark að stefna að 35 tíma vinnuviku og sem langtímatak- mark ætti að stefna að 30 tíma vinnuviku. Varðandi opnunartíma bankanna var rætt um að hann og breytingar þar á hefðu svo mikla þýðingu fyrir starfsfólkið að opnunartíminn ætti að ákveðast í samningum milli sambandanna og bankanna. Atvinnuiýðræði. Þingið samþykkti að höfuðmark- mið atvinnulýðræðisins væri að allir starfsmenn gætu haft áhrif á vinnutilhögun og skilyrði á vinnu- stað. Atvinnulýðræði á að ná yfir öll mál sem þýðingu hafa fyrir hvern einstakan starfsmann. — Meðákvörðun á að vera fyrir hendi alls staðar þar sem ákvarð- anir eru teknar. Þá var ennfremur samþykkt að atvinnulýðræði í sambandi við starfsmannamál ætti að hafa for- gang og unnið skyldi frekar að þessu máli á vegum NBU í næstu framtíð. ☆ Auk þessara þriggja höfuðefna var rætt um bankaverkfallið í Nor- egi og afskipti ríkisvaldsins af vinnudeilum, en það hefur stöðugt færst í vöxt á öllum Norðurlönd- unum að ríkisstjórnir hafi gripið inn í vinnudeilur með ýmsum að- gerðum. Þingið samþykkti í því sambandi eftirfarandi ályktun: „NBU mótmælir harðlega þeim afskiptum ríkisvaldsins af vinnu- deilum sem koma í veg fyrir að launþegasamtök geti gætt hagsmuna félagsmanna sinna í frjálsum samn- ingum. Slík afskipti hafa þau áhrif að frá félagsmönnum eru tekin lýð- ræðisleg grundvallarréttindi og þeir hindraðir í að ná fram fjárhags- legu og félagslegu öryggi. NBU hvetur meðlimasambönd sín að mótmæla og vinna í sam- vinnu við önnur launþegasamtök gegn öllum afskiptum og takmörk- unum af ríkisvaldsins hálfu á laga- legum frjálsum samningsrétti aðila vinnumarkaðarins.‘ ‘ S.R.S. Birte Roll Holm endurkjörin formaður danska bankamanna- sambandsins Undirrituðum var boðið að fylgj- ast með 35. landsfundi danskra bankamanna dagana 16. og 17. september s.l. á Hotel Hvide Hus, Álaborg. Nálægt 200 fulltníar 25.944 meðlima, tóku þátt í þingstörfum auk gesta frá Norðurlöndunum, Englandi og írlandi. Birte Roll Holm. Mjög mörg nefndarálit lágu fyr- ir þinginu og urðu milkar umræð- ur, en til gamans má geta að 180 konur og karlar komu í ræðustól. Að vísu komu sumir oft en þó var þátttaka í umræðum mjög almenn. Helstu nefndarálit voru frá trún- aðarmannanefnd, svonefndri ÖD- nefnd (ökonomisk Demokrati), ON-LINE-nefnd og Verkfallsnefnd. Mikill tími fór í að ræða opn- unartíma bankanna og afskipti rík- isvaldsins af launadeilum, sem hef- ur haft í för með sér takmörkun á frjálsum samningarétti launþega- samtakanna. Ennfremur var rætt um áhrif breytinga í bankakerfinu á hinn al- 24 BANKABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bankablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.