Bankablaðið - 01.12.1976, Qupperneq 27
menna bankastarfsmann og atvinnu-
lýðræði. 1 því sambandi var sam-
þykkt eftirfarandi ályktun.
„Notkun og þróun háþróaðra
tölvukerfa í bankakerfinu í Dan-
mörku síðustu 10 árin hefur haft
í för með sér stöðuga breytingu á
daglegu starfi bankamannsins og
tækniþróunin heldur stöðugt áfram.
Pessar breytingar hafa mikil áhrif
á: starf hvers einstaks, tilflutning
samstarfsfólks, hvenær dags starf-
ið er unnið, menntun/endurmennt-
un og síðast en ekki síst öryggi í
starfi. Bankamenn krefjast trygg-
ingar á, að skipulagsbreytingar, auk-
in sjálfvirkni og aðrar breytingar
sem þýðingu hafa fyrir starfsör-
yggi bankamanna, geti aðeins orðið
í samvinnu við starfsmennina sjálfa
strax í upphafi og að hagnaður sem
af slíkum skipulagsbreytingum
hlýst komi einnig starfsfólkinu til
góða.“
Pá urðu miklar umræður um
meðlimagjald og nauðsyn þess að
fjárhagur sambandsins væri góður.
Samþykkt var að hækka gjaldið
upp í Dkr. 47,30 á mánuði eða
Dkr. 567,60 á ári (þ.e. nálægt
18.000 ísl. kr.). Gjaldinu er skipt
þannig að 55% fara til starfsemi
sambandsins 30% fara f verkfalls-
sjóð og 15% til starfsmannafélag-
anna.
Birte Roll Holm var endurkjör-
in formaður sainbandsins svo og
allir stjórnarmeðlimir sem í endur-
kjöri voru en þrír nýir komu inn í
stjórnina, þar af tvær konur og er
nú þriðjungur stjórnarinnar konur.
S.R.S.
Nýr formaður í DSL
Ping starfsmanna dönsku spari-
sjóðanna var haldið dagana 25. og
26. maí s.l. í Álaborg.
Bent Rasmussen frá Ikast var
kjörinn formaður DSL. Bent er 36
ára og hefur verið 1. varaformaður
sambandsins um nokkurra ára
skeið.
Bent Rasmussen.
Miklar umræður voru á þinginu
um hugsanlega sameiningu á
dönsku samböndunum tveimur en
nú er sérstakt samband fyrir starfs-
menn sparisjóðanna og annað fyrir
starfsmenn bankanna. DSL hefur
u.þ.b. 9000 meðlimi. Nýtt sam-
einað samband mundi telja u.þ.b.
35 þúsund meðlimi og yrðu samtök
bankamanna í Danmörku efld
verulega ef af sameiningu yrði.
Meðal samþykkta sem gerðar
voru má nefna:
— Fækkað var í stjórninni um
20% úr 20 í 16.
— Pingfulltrúum var fækkað um
25%.
— Meðlimagjöldin voru hækkuð
með það markmið að hægt yrði
að greiða árlega Dkr. 3 millj.
(íkr. 99 millj.) í verkfallssjóð.
S.R.S.
Ábyrgðarskuldbinding
NBU vegna deilna
450 milljón króna (10 millj. skr.)
sameiginlegur verkfallssjóður
norrænu bankasambandanna.
Hinn 5. desember 1975 var und-
irritaður í Kaupmannahöfn samn-
ingur á milli allra norrænu banka-
mannasambandanna um gagn-
kvæma aðstoð ef til verkfalls kem-
ur hjá einhverju meðlimasam-
banda NBU. Birtist samningurinn
hér í heild.
Ábyrgðarskuldbinding vegna að-
stoðar í deilum, sem bitna á að-
ildarsamtökum Norræna banka-
mannasambandsins.
Undirrituð aðildarsamtök Norræna
bankamanansambandsins gangast
undir neðanskráða skuldbindingu í
samræmi við 8. gr. félagslaganna.
Tíu milljónir - 10.000.000 s.kr.
sem veita skal því eða þeim að-
ildarsamtökum, sem lenda í vinnu-
deilu við gerð kjarasamninga. Sér-
hvert undirritaðs sambands geng-
ur í ábyrgð í réttu hlutfalli við
tölu félaga sinna við næstu áramót
á undan og tölu samanlagðra fé-
laga neðanskráðra sambanda á
Frá undirritun ábyrgðarskuldbindingarinnar.
BANKABLAÐIÐ 25