Bankablaðið - 01.12.1976, Síða 29
Stórmeistarinn Najdorf fefldi
fjðlfefli við bankamenn
Miðvikudagskvöldið 8. september síðast lið-
inn tefldi argentínski stórmeistarinn, Miguel
Najdorf, fjöltefli við íslenska bankamenn í
samkomusal Utvegsbankans við Lækjartorg.
Þrátt fyrir landsleik íslendinga og Hollend-
Adolf Björnsson og Najdorf.
inga í knattspyrnu sama kvöld, og spádóma um
tvísýn úrslit og spennu, sem sjálfsagt hefir dreg-
ið allmikið úr þátttöku, voru 29 bankamenn,
þar af 4 konur, mættir til skákkeppninnar og
þar á meðal einn frá Selfossi.
Miguel Najdorf fæddist í Póllandi 1909.
Hann fór í sína lengstu skákför fyrir föður-
landið 1939 til keppni í Argentínu. Þegar
heimsstyrjöldin síðari skall á, um sömu mundir,
átti hann ekki heimkomu auðið það árið eða
þau næstu og gerðist hann þá argentískur ríkis-
borgari.
Skákvegur hans varð þegar mikill og fór vax-
andi með ári hverju, en heimsfrægð vann hann
sér við skákborðið, þegar hann þreytti 45
blindskákir og sigraði á 39 borðum, hlaut 4
jafntefli en tapaði aðeins 2 skákum.
Najdorf var staddur hér á landi í Reykjavík,
á vegum Taflfélags Reykjavíkur í haust og tók
þátt í sjöunda Reykjavíkurmóti félagsins.
Áður hafði Najdorf heimsótt ísland 1972
og var þá blaðamaður og fréttaritari frá heima-
landi sínu, þegar heimsmeistaraeinvígi þeirra
Spasskys og Fischers fór fram í Reykjavík.
,,Ég heillaðist af landinu, borginni og fólkinu
og þráði að heimsækja ísland aftur, og nú
nýtur konan mín þess einnig. Við erum bæði
þakklát viðtökum og vinarhótum, sem við höf-
um mætt hér á íslandi.“
Þannig mælti Miguel Najdorf til mín, er við
kvöddumst eftir hádegisverð í Útvegsbankan-
um daginn eftir fjölteflið, og hann hafði hrað-
BANKABLAÐIÐ 27