Bankablaðið - 01.12.1976, Blaðsíða 32

Bankablaðið - 01.12.1976, Blaðsíða 32
veitt á s.l. ári. Bankinn festi kaup á hluta fast- eignarinnar Sveinatungu við Vífilsstaðaveg, en þar eru m.a. skrifstofur bæjarstjórnar til húsa. Við opnun útibúsins ávarpaði Stefán Val- geirsson, formaður bankaráðs Búnaðarbankans nokkra gesti og færði hann Lista- og menning- arsjóði Garðabæjar að gjöf eina milljón króna frá bankanum í tilefni opnunar útibúsins, en sjóður þessi var stofnaður þann 6. janúar s.l. á fyrsta fundi bæjarstjórnar hins nýja kaup- staðar. í máli sínu lýsti formaður bankaráðs í stórum dráttum, starfsemi og þróunarferli Búnaðarbankans og árnaði starfsfólki og við- skiptamönnum útibúsins heilla. Ólafur G. Ein- arsson, forseti bæjarstjórnar Garðabæjar þakk- aði gjöfina og fagnaði tilkomu útibúsins, sem hann kvaðst sannfærður um, að verða mundi til styrktar og eflingar athafnalífi einstaklinga og fyrirtækja í kaupstaðnum. Ávörp fluttu þeir Halldór E. Sigurðsson ráðherra og Svavar Jó- hannsson, hinn nýskipaði útibússtjóri. Svavar Jóhannsson er fæddur 13. október 1919, hann er einn af reyndustu starfsmönn- um Búnaðarbankans, hóf fyrst störf sem send- ill 1. janúar 1935, en frá 1940 eftir nám í Verslunarskóla hefur hann verið fastráðinn starfsmaður bankans. Hann hefur starfað í flestum deildum bankans, Iengst af sem full- trúi í sparisjóðsdeild, en í janúar 1963 var hann skipaður skipulagsstjóri bankans og hefur gegnt því starfi síðan. Garðaútibú Búnaðarbankans er 12. útibúið, sem bankinn starfrækir utan Reykjavíkur, en frá nokkrum þeirra eru reknar afgreiðslur á fámennari stöðum. í Reykjavík rekur bankinn 5 útibú. Afgreiðslutími útibúsins í Garðabæ verður frá kl. 13.00 til kl. 18.30 frá mánudegi til föstu- dags. Starfsmenn verða fyrst um sinn auk úti- bússtjóra aðeins tveir, Gísli Helgason, gjald- keri og Erla Hjartardóttir, bókari. Nýr bankasfjóri í Alþýðubankanum hf. Stefán Magnús Gunnarsson. Nokkrar sviptingar hafa verið í málefnum varðandi Alþýðubank- ann hf., að undanförnu. Pær svipt- ingar verða ekki ræddar hér, enda málið enn á rannsóknarstigi. Svipt- ingum þessum lauk innan bankans með því að bankastjórar bankans létu af starfi. Nýr maður var ráðinn að bank- anum og skyldi hann í samvinnu við bankaráð bankans ráða fram úr vandamálum bankans nokkra stund. Pað var mál allra er hlut áttu að máli, þegar nokkuð hægðist um, að bankanum væri það mikilvægt, að vel tækist um val nýrrar banka- stjórnar. Hinn 1. júní s.l. var Stefán M. Gunnarsson, skipaður bankastjóri Alþýðubankans hf. Nokkrar vanga- veltur höfðu verið manna á meðal um hver skyldi hljóta bankastjóra- starfið. Um það verður vart deilt, að val hins nýja bankastjóra var ánægjulegt og mjög gott. Stefán M. Gunnarsson er fædd- ur árið 1933 að Æsustöðum í Langadal, sonur hjónanna síra Gunnars Árnasonar og Sigríðar Stefánsdóttur. Hann tók próf frá Samvinnuskólanum 1954. Hann 30 BANKABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.