Bankablaðið - 01.12.1976, Síða 34
Aðsfoðarba n kastjóri í
Búnaðarbanka Islands
Hannes Pálsson.
Eins og kunnugt er, urðu nokkr-
ar breytingar á yfirstjórn Búnaðar-
banka íslands nýlega.
Auglýstar voru stöður aðstoðar-
bankastjóra við bankann og sóttu
um þær stöður margir starfsmenn
bankans. Ráðnir voru tveir kunnir
starfsmenn bankans í stöðumar,
Hannes Pálsson, útibússtjóri við
útibú bankans að Hlemmi og Svav-
ar Markússon, fulltrúi bankastjórn-
ar aðalbankans og deildarstjóri í
víxladeild bankans.
Pað er óþarft að fara mörgum
orðum um val og kosti hinna nýju
aðstoðarbankastjóra. Svavar Mark-
ússon, tók ekki við hinu nýja starfi
þar eð hann hafði átt við heilsu-
leysi að stríða og auðnaðist ekki
að setjast í aðstoðarbankastjóra-
sæti. Hann er nú látinn og er
minnst á öðrum stað í blaðinu.
Hannes Pálsson er í hópi þeirra
starfsmanna Búnaðarbankans, sem
einna lengstan starfsaldur hefir að
baki. Á æskuámm réðist Hannes
til Búnaðarbankans og hefir starf-
að þar óslitið síðan. Hér er ekki
ástæða til að kynna Hannes sér-
staklega, eða rekja mikið störf hans
í bankanum, eða að félagsmálum
bankamanna. Pess má geta að
Hannes starfaði um fjölda ára í
aðalbankanum, auk þess var hann
í Bandaríkjunum og um eins árs
bil í banka þar. Pá var Hannesi
falið að veita fyrsta útibúi Bún-
aðarbankans í Reykjavík forstöðu
og byggði það upp, en það var á
horni Laugavegs og Snorrabraut-
ar.
Hannes hefir unnið mikið og
gott starf að félagsmálum banka-
manna. Um árabil var hann í for-
ustu Sambands ísl. bankamanna
og formaður þess um árabil. Pá
var hann mikill driffjöður í starfs-
mannafélagi Búnaðarbankans. Pá er
vert að geta þess að hann hefir átt
sæti í skólanefnd Bankaskólans frá
upphafi og hefir stutt mjög að
framgangi skólans. Auk þessara fé-
lagsstarfa þá hefir Hannes tekið
virkan þátt í félagsstarfi utan bank-
ans t.d. formaður í Framsóknarfé-
lagi Reykjavíkur og í stjórn Stang-
veiðifél. Reykjav. Hannes er róm-
aður laxveiðimaður og mikill áhuga-
maður á því sviði. Pá hefir hann
einnig setið á þingum Sameinuðu
þjóðanna sem fulltrúi Islands.
Bankamenn samfagna Búnaðar-
banka Islands með hinn nýja að-
stoðarbankastjóra. Samfagna Hann-
esi og fjölskyldu hans á þessum
tímamótum og árna þeim heilla.
BGM.
Áttu eld? Vinur.
32 BANKABLAÐIÐ