Bankablaðið - 01.12.1976, Qupperneq 43
Merk afmæli slarfsmanna
Landsbanka fslands
Ámi Sigurjónsson
Árni Sigurjónsson, bankastjórnarfulltrúi í
Landsbanka íslands, varð 60 ára 22. febr. s.l.
Þá átti hann einnig 45 ára starfsafmæli 2. janú-
ar s.l.
Árni hefir unnið Landsbankanum langt og
mikið starf. Lengst af mun hann hafa starfað
við verðbréfadeild bankans, afurðalánadeild og
nú hin síðari ár sem sérstakur fulltrúi banka-
stjórnarinnar.
Þá hefur Árni tekið virkan þátt í félagsstarf-
semi innan bankans og gegnt trúnaðarstöðum
fyrir FSLI m.a. verið fulltrúi félagsins á sam-
bandsþingum Sambands ísl. bankamanna.
Um árabil hefir Árni átt sæti í stjórn Eftir-
launasjóðs Landsbankans og Seðlabankans, sem
fulltrúi starfsfólks bankanna.
Auk annarra félagsstarfa má minnast þess
að Árni hefir verið um áraraðir mjög virkur
félagi í KFUM og er nú formaður félagsins.
Einnig hefir hann verið virkur og áhugasamur
með starf Skógarmanna í Vatnaskógi.
B.G.M.
Gunnar Ólafs
Gunnar Ólafs, fulltrúi í gjaldeyrisdeild bank-
anna, varð 65 ára 18. apríl s.l. Gunnar hefir
starfað um árabil í Landsbanka íslands, fyrstu
árin starfaði hann í aðalbankanum, en hin síð-
ari ár hefir hann starfað í gjaldeyrisdeild bank-
anna að Laugavegi 77. Gunnar er vel gerður,
kátur og glaður og hinn besti drengur. Hann
hefir verið farsæll í störfum fyrir bankann og
einnig í öðrum störfum. Nokkuð hefir hann
fengist við félagsmál bankamanna og ávallt lagt
þar gott orð til. B.G.M.
Guðlaug Sigurðardóttir
Guðlaug Sigurðardóttir, starfsstúlka á síma-
skiptiborðinu í Landsbanka íslands varð 70
ára 20. mars s.l. Jafnframt átti hún 35 ára
starfsafmæli í bankanum 6. júlí. Guðlaug hefir
unnið bankanum langt og gott starf. Starf síma-
stúlku í stórri stofnun sem bankanum, er eril-
samt og að öllu jöfnu heldur vanþakklátt starf.
Það þarf mörgum að þjóna og allir vilja skjóta
afgreiðslu. Starf símaþjónustu í stórri stofnun
sem Landsbankanum er mikilvægt og hefir
Guðlaug lagt sitt til að sú þjónusta hefir verið
í ágætum og miklum sóma. Byggist það starf á
röskleika þeirra sem við símaþjónustuna vinna.
Guðlaug er létt í skapi og dagfarsprúð. Við
sem unnið höfum með henni um árabil vitum
að það er gott og traustvekjandi að eiga vin-
áttu hennar. Þegar hún nú lítur yfir langan og
skemmtilegan starfsdag í bankanum og rifjar
upp liðin ár, sendum við gamlir starfsmenn í
bankanum henni árnaðaróskir og þökkum sam-
starfið. B.G.M.
BANKABLAÐIÐ 4 T