Bankablaðið - 01.12.1976, Page 44

Bankablaðið - 01.12.1976, Page 44
Kristín Pálsdóttir Kristín Pálsdóttir, starfsmaður í innheimtu- deild aðalbankans, átti 65 ára afmæli 8. sept. s.l. Kristín hefir starfað um árabil í innheimtu- deild bankans. Hún er lipur og vandvirk í störfum, vinsæl meðal starfsfélaga og viðskipta- manna bankans. Hún hefir lagt gjörfa hönd á ýmis félagsmál. Bankamenn hafa átt hauk í horni, þar sem Kristín er, en hún hefir verið ein af aðaldriffjöðrunum í starfi og stjórn Pöntunarfélags starfsmanna á undanförnum ár- um. Það eru ótaldar stundir sem hún hefir leyst af í hendi í sjálfboðavinnu þar og standa félagsmenn í mikilli þakkarskuld við hana fyrir mikið og óeigingjarnt starf þar. Þá hefir Kristín verið áhugasöm með önnur félagsmál banka- manna. B.G.M. Ólöf Magnúsdóttir Ólöf Magnúsdóttir, starfsmaður á símaskipti- borði Landsbankans, var 60 ára 28. júní s.l. Ólöf hefir unnið langt og mikið starf í Lands- bankanum, en hún hefir starfað við símaaf- greiðslu aðalbankans um árabil. Ólöf er hæg- lát í framkomu, fremur dul og fáskiptin, en afburðastarfsmaður, en eins og kunnugt er er það ekki eilífur dans á rósum að gæta og af- greiða allan þann fjölda er leitar þjónustu við símaborðið. Þess má og geta að lengst af hefir aðbúnaður símafólks verið heldur fábrotin og á eftir tímanum á ýmsan hátt. B.G.M. Sigrún Hansen Sigrún Hansen, fulltrúi í erlendum viðskipt- um í aðalbankanum, varð 65 ára 8. júlí s.l. Sigrún hefur unnið í bankanum langa starfs- ævi. Lengst mun hún hafa verið í bókhalds- deild aðalbankans, en hin síðari ár í erlendum viðskiptum aðalbankans. Sigrún er lipur í starfi og hefir reynst þar ágætur starfskraftur. Sigrún er dagfarsprúð og létt í skapi. Minnist ég hennar frá fyrstu samvistarárum okkar í bank- anum og þá sérstaklega hvað mér var starsýnt á Sigrúnu, þá nýkomna aftur í bankann eftir nokkra dvöl í Ameríku. Þá var bjart yfir Sig- rúnu og er það enn, þó nokkuð sé um liðið. B.G.M. Leyndin í Svissnesku bönkunum f Sviss eru 440 bankar og velta 5 stærstu bankarnir einir sér meiru en nemur þjóðarframleiðslu svisslend- inga. Aðalástæða hins mikla erlenda fjármagnsstreymis til Sviss er sögð vera hin svokallaða bankaleynd. Bankar eiga að sjálfsögðu að gæta fyllstu þagmælsku um fjármál viðskiptavina sinna, en yfirvöldin geta þó krafið upplýsinga. Bankaleyndin í Sviss er varin með refsiákvæðum. Refsingar geta orðið allt að 20.000 Sv. frönkum og fangelsi í 6 mánuði. Einn þáttur í bankaleyndinni er það fyrirkomulag, að enginn veit nafn reikningshafans nema örfáir starfs- menn bankans. Petta á að hindra brot á þagnarskyldu- viljandi eða óviljandi. Svissneskir bankar eru stöðugt sakaðir um að geyma fé sem ólöglega er aflað. Forsvarsmenn bankanna svara því aftur til, að þeir varðveiti aðeins fjármuni fyrir þá einstaklinga, sem þeir viti einhver deili á. Fyrir nokkr- um árum gaf svissneskur banki, „Schweizerische Kred- itanstall“ út bækling sem hnekkja átti orðróminum um bankaleyndina. Svissneskur prófessor hefur í nýútkominni bók ráðist harkalega á bankakerfið í landi sínu, sem hann sakar um að lifa á fjármagnsflótta frá Afríku, Suður-Amer- íku, Spáni og Portúgal. Hann segir að það sé ekki spurt um, hvaðan fjár- munirnir komi, og hvort þeir lykta af blóði, olíu eða hassi. Sviss er með því alþjóðlega bankakerfi sem þar ríkir, góðri gjaldeyrisstöðu og bankaleynd orðið að fjár- málastórveldi líkt og Bandaríkin, þar sem örfáar fjöl- skyldur raka saman gífurlegum fjármunum sem að stórum hluta koma frá vanþróuðum löndum. En eins og segir í bæklingi Svissneska bankans, sem getið er hér að framan, geta vafasamir aðilar og fjár- glæframenn öðru hverju notið góðs af svissneska bankakerfinu. Pess háttar misnotkun gæti þó aldrei orðið til þess að bankaleyndinni yrði aflétt. Vernd ein- staklinganna og frelsi er hornsteinninn í svissnesku stjórnarfari segir þar. Engin frjálslynd ríkisstjórn getur veitt fulla tryggingu og vemd gegn misnotkun. Pað gildir þannig um bankaleyndina, að henni verður að beita með ábyrgð og varfærni segir í bæklingi Schweise- rische Kreditanstalt. Pað eru sem sagt ekki allir á eitt sáttir um ágæti svissnesku bankaleyndarinnar. Endursagt úr „Bankstanden". 42 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.