Bankablaðið - 01.12.1976, Blaðsíða 48
Noregsfararnir.
Loftleiðahótelinu kl. 6,30 föstudaginn 7. maí,
og var haldið með rútu til Keflavíkurflugvall-
ar, og þaðan var flogið til Osló kl. 9.00. Lent
var í Osló í sól og blíðu og voru þar mættir
forystumenn íþróttanefndar Bergen Bank, á-
samt Jóhönnu Ottesen, viðskiptafræðingi úr
Hagdeild Landsbankans, en hún hafði starfað
í Bergen Bank um nokkurra mánaða skeið.
Síðan var haldið inn í borgina á hótel Gylden-
love þar sem dveljast átti næstu daga. Eftir að
menn voru búnir að koma sér fyrir og höfðu
skoðað næsta umhverfi var haldið í Trasop-
hallen í Opsal sem er eitt af úthverfum Osló.
Þá átti að spila fyrsta leikinn, sem var gegn
Den Norske Creditbank. í upphafi var leikur-
inn nokkuð jafn, en fljótlega náðu Landsbanka-
menn forystu og sigruðu örugglega 15:10.
Um kvöldið var hópnum boðið á árshátíð
Bergen Bank sem haldin var á einu glæsileg-
asta hóteli borgarinnar Hótel Skandinavia. Við
innganginn lék hljómsveit létt lög og þegar inn
var komið var veislugestunum, sem voru um
1000 manns boðið upp á hanastél en síðan var
gengið í aðalsalinn og var þar snæddur marg-
réttaður kvöldverður. Undir borðum voru
margar ræður haldnar og meðal ræðumanna
var fararstjóri ísl. hópsins Ari F. Guðmunds-
son, sem þakkaði gott boð og frábærar mót-
tökur og bað síðan Landsbankamenn að rísa
úr sætum og hrópa ferfalt húrra fyrir okkar
norsku vinum. Þetta féll í góðan jarðveg hjá
Norðmönnum og var mikið og langt lófaklapp á
eftir. Síðan var stiginn dans en Landsbanka-
menn héldu heim á hótelið sitt skömmu eftir
miðnætti, því daginn eftir átti að leika annan
leikinn í ferðinni. Menn risu árla úr rekkju,
snæddu morgunverð og fóru síðan í göngu-
ferð um miðborgina. Um hádegið var síðan
haldið til Opsal og kl. 12,30 hófst leikur við
Bergen Bank. Sá leikur var mjög jafn og
skemmtilegur og skiptust liðin á að halda for-
ystunni fram á síðustu mínútur en þá sigu
Landsbankamenn fram úr og sigruðu með
15:13. Um kvöldið var farið á veitingastað
með fulltrúum bankanna þriggja og var þar
skipst á gjöfum. Daginn eftir var þriðji leik-
46 BANKABLAÐIÐ