Bankablaðið - 01.12.1976, Síða 49

Bankablaðið - 01.12.1976, Síða 49
urinn og þá gegn Andresens Bank. Lands- bankamenn höfðu yfirburði allan leikinn og sigruðu glæsilega 26:15. Strax eftir leikinn var farið í skoðunarferð um Osló, m.a. farið í Munchsafnið, Vigelunds- garðinn og Holmenkollen skíðastökkpallurinn skoðaður. Var sú ferð hin ánægjulegasta. Um kvöldið var hópnum boðið á heimili hjónanna Jóhönnu Ottesen og Þóris Oddsson- ar, og eiga þau miklar þakkir skildar fyrir frá bærar móttökur. Mánudaginn 10. maí var síð- an haldið áleiðis heim eftir vel heppnaða og ánægjulega keppnisför til Noregs, og eiga for- ystumenn íþróttamála í Bergen Bank heiður skilinn fyrir frábærar móttökur. Er óskandi að þeir Bergen Bank menn sjái sér fært að koma til íslands næsta vor. íþróttanefnd FSLÍ. Fréttir úr Búnaðarbanka Aðalfundur starfsmannafélagsins var haldinn fimmtudaginn 19. febr. Formaður félagsins, Þorvaldur Einarsson baðst undan endurkosn- ingu og var Böðvar Magnússon einróma kos- inn formaður. Auk hans eru í stjórn: Stefán Þormar Guðmundsson, varaform. Guðrún Björgvinsdóttir, ritari, Margrét Dóra Guðmundsdóttir, gjaldkeri, Bryndís Lúðvíksdóttir, meðstjórnandi. Starfsmannafélagið átti 40 ára afmæli 7. febr. s.l. Var afmælishátíð haldin að Hótel Borg 21. febr. og var mjög fjölmenn. Á borðum var ljúffengur matur og margar ræður haldnar, fé- laginu færðar góðar gjafir og hlýjar kveðjur. Einnig þakkaði formaður S.Í.B. Hannesi Páls- syni langa og örugga forystu sem formaður sambandsins, og færði honum gjöf af því til- efni. Að loknum ógleymanlegum söng banka- stjóra og fleiri starfsmanna flutti formaður bankaráðs frumort ljóð í tilefni kvennaárs, síð- an skemmtu Ómar Ragnarsson og Hrönn Haf- liðadóttir með söng. Og dansinn dunaði fram eftir nóttu. Heiðursgestir voru núlifandi stofnendur fé- lagsins sem eru: Elín Jónsdóttir, Anna Vigdís Ólafsdóttir, Þórhallur Tryggvason, Tryggvi Mynd tekin á afmælismótinu af stofnendum félagsins. Pórhallur Tryggvason, Elín Jónsdóttir, Tryggvi Péturs- son Pórir Baldvinsson, Anna Vigdís Úlafsdóttir, Svavar Jóhannsson. BANKABLAÐIÐ 47

x

Bankablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.