Bankablaðið - 01.12.1976, Blaðsíða 53
Árshátíð var haldin í mars. Hún var með
svipuðu sniði og undanfarin ár þ.e.a.s. farið
var á Hótel Sögu og borðað og dansað.
Kókfélagið skilaði nokkrum arði, og var
hann notaður til að niðurgreiða sumarferðina.
Var farið í Þórsmörk í júlí eins og undan-
farin ár. Þátttaka var all góð og hreppti hóp-
urinn ágætis veður. Skemmtu menn sér hið
besta og kunnu útiverunni vel eins og sjá má
á meðfylgjandi myndum. Er svo ætlunin nú
fyrir áramót að halda myndakvöld og skoða
myndir sem teknar voru í ferðinni ásamt eldri
myndum.
Þann 28. júní s.l. lést María E. Ólafsdóttir.
María hóf störf hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar
1. maí 1937 og hafði því starfað þar í tæp 40
ár. Hún var einn af stofnfélögum Starfsmanna-
. . . að ætluðum bæði í Merkurtúr."
„Margt skeður stundum í Merkurferðum" ! ! !
félagsins en það var stofnað 28. júlí 1959.
Átti hún drjúgan þátt í að halda félaginu gang-
andi og var gerð að heiðursfélaga árið 1974.
Félagarnir lögðu all góðan skerf til fjölgunar
mannkynsins á árinu eins og sjá má á meðfylgj-
andi mynd.
Félagið óskar hinum nýju starfsmönnum
SÍB til hamingju með starfið og væntir mikils
af starfi þeirra í framtíðinni.
Frá Starfsmannafélagi Sparisjóðs
Kópavogs
Félagið hélt aðalfund sinn í febrúar síðast
liðnum og var þá kosin ný stjórn, og skipa
hana nú eftirfarandi:
Albert Sveinsson, formaður
Jóhanna Ólafsdóttir, ritari
Sigurlaug Barðadóttir, gjaldkeri
Guðrún Guðmundsdóttir, varamaður.
Félagið hélt sína árlegu skemmtun í febrúar
og var hún haldin að Hótel Holti að þessu
sinni og tókst hún með miklum ágætum.
í sumar hafa starfsmenn Sparisjóðsins verið
á höttunum eftir sumarbústaðalandi en ekki
fengið neitt ennþá en töluverður áhugi er hjá
mönnum varðandi sumarbústaðamál.
Félagslíf er nú með ágætum og hafa starfs-
menn tekið sig saman og farið nokkuð oft á
almenna dansleiki og hafa þær ferðir verið
mjög vel heppnaðar.
Úr starfsmanna-annál
Útvegsbankans 1976
Síðasta vetrardag, við sumarkomu 1976,
stofnuðu þeir Eyþór Sigmundsson og Adolf
Björnsson, til Bingó-keppni í Útvegsbankanum
til eflingar Styrktar- og sjúkrasjóðs starfs-
manna Útvegsbankans.
Fjölmenni sótti samkomuna og höfðu góða
ánægju af. Bingó-keppninni stjórnuðu Guð-
mundur Gíslason, deildarstjóri í bréfritunar-
BANKABLAÐIÐ 51