Bankablaðið - 01.12.1985, Page 11
Tölvuvœðing bankanna
11
Helgi Hólm:
Tölvuvæðing bankanna
Margir bankamenn hafa þegar farið á tölvunámskeið. Hér eru þau Auður Eir og Sigurður
Sigurgeirsson úr Útvegsbankanum.
Á næstu mánuðum og árum munu
bankamenn á íslandi fyrir alvöru
kynnast tölvutœkninni í starfi sínu.
Tölvur hafa nú verið notaðar í bönk-
unum í næstum því tvo áratugi, en
mest þó sem bókhaldstæki en ekki
afgreiðslutæki. Verzlunarbankinn,
Iðnaðarbankinn og Sparisjóðurinn í
Keflavík hafa á síðustu árum farið
eigin leiðir í tölvumálum, og Iðnaðar-
bankinn hóf m.a. beinlínuvinnslu
fyrstur allra.
Þáttaka í þróun.
Það er þýðingarmikið fyrir banka-
menn að taka af áhuga þátt í þeirri
þróun sem nú á sér stað. Spurningin er
aðeins þessi: í hverju þarf þátttakan að
felast? Hér þarf tvennt fyrst og fremst
að koma til. 1) að setja sig sem fyrst inn
í þá þætti sem viðkomandi banki ætlar
að tölvuvæða. Þessu fylgir m.a. að læra
vel á ný tæki og þau afgreiðslutæki
sem nota skal. 2) að átta sig á og læra að
nýta í starfi sínu þá möguleika sem
hinn aukni tölvubúnaður bankanna
hefur í för með sér. Bankamenn þurfa
að afla sér þekkingar og skilnings á
eðli og eiginleikum tölva, auk þekk-
ingu á hinum margvíslegu forritum
sem hægt er að nota.
Tölvunám.
Oft heyrist því haldið á loft, að það
séu ekki mjög margir sem kunni að
reikna út vexti og vísitölu. Ekki veit ég
hvað satt er í því, en hitt er fullvíst, að
til þess að geta nýtt sér kosti tölvunnar
þá komast bankamenn ekki hjá því að
afla sér menntunar á því sviði.
Hvers konar tölvunám
stendur til boða?
Bankarnir munu að sjálfsögðu reyna
að veita sínu fólki einhverja fræðslu.
Ef að líkum lætur, þá verður það aðeins
til að brjóta ísinn. Það þarf mikið til að
koma. Bankamannaskólinn hefur einn-
ig að óbreyttu ekki mikla möguleika til
að láta mikið til sín taka á þessu sviði.
Hér verður mikið meira til að koma.
Bankablaðið hefur fengið nokkra aðila
til liðs við sig til að skoða þessi mál
eilítið nánar. Það er von okkar, að
bankamenn hafi nokkurt gagn af þeirri
umfjöllun. Við viljum jafnframt benda
á efni sem birtist í síðasta tölublaði, en
Vinnuhópur
Þi'iðjudaginn 29. maí 1984 kom saman til
fyrsta fundar vinnuhópur sem hafði
fengið það verkefni að undirbúa
kennslu og kynningu vegna beinlínu-
væðingarinnar. Hópinn skipuðu eftir-
taldir aðilar: Frá samstarfsnefnd RB
voru Hrafnhildur B. Sigurðardóttir og
Snæþór Aðalsteinsson. Sigurður Þor-
steinsson frá Sambandi Sparisjóða,
Helgi Hólm frá SÍB, Helgi Guðmunds-
son frá Einari J. Skúlasyni, Þorsteinn
Magnússon frá Bankamannaskólanum
og Gísli Jafetsson frá Reiknistofu
bankanna. Nú í haust kom Þórður Guð-
iaugsson í hópinn í stað Sigurðar
Þorsteinssonar.
þar komu fram sjónarmið bankanna.
Við hefðum svo gjarna viljað leita til
fleiri aðila, en látum eftirfarandi efni
duga að sinni.
um fræðslu
Það hafði orðið að samkomulagi með
bönkunum, að Bankamannaskólinn
sæi að mestu leiti um framkvæmd
fræðslu, og miðaðist starf hópsins við
það.
Á vegum hópsins og skólans hefur
verið skipulögð og hafin fræðsla fyrir
um það bil 90 tengiliði og milli 300-400
gjaldkerar munu fara á námskeið hjá
skólanum. Þar að auki hafa í samvinnu
við SÍB farið fram um 25 kynningar-
fundir, þar sem hafa mætt samtals um
1000 manns.
Fundur hjá vinnuhópnum. Hrafnhildur,
Þorsteinn, Þórður, Gísli, Snæþór og Helgi.