Bankablaðið - 01.12.1985, Side 17

Bankablaðið - 01.12.1985, Side 17
Tölvuvceðing bankanna 17 Notkun tölva stefnir í að verða jafn eðlilegur hlutur í daglegu lífi manna og lestur og skrift Viðtal við Halldór Friðriksson hjá IBM. Fyrirtækið ÍBM HF. hefur aðsetur sitt í Skaftahlíð 24 í Reykjavík. Ekki þarf að eyða mörgum orðum í að kynna þetta fyrirtæki sem hefur í svo langan tíma verið leiðandi á sviði tölvumála. IBM á íslandi var stofnað árið 1967 og í dag starfa alls 76 manns hjá fyrir- tækinu. í núverandi húsnæði var flutt fyrir nokkrum árum og hefur tekist mjög vel að skapa starfsfólki og við- skiptavinum góða aðstöðu. IBM hefur haft mikil samskipti við bankana og er flestum bankamönnum sjálfsagt kunnugt um, að flestar tölvur Reiknistofu bankanna eru af IBM-gerð og einnig er beinlínu-afgreiðslukerfi Iðnaðarbankans hf. rekið með tækjum og hugbúnaði frá IBM. Bankarnir hafa einnig verið með skráningartæki frá IBM í notkun í nær áratug og eru nú margir þeirra að taka í notkun skyndibanka frá IBM um þessar mundir. í þessu viðtali leikur okkur mest for- vitni á að kynnast fræðslu- og þjálf- unarmálum. Við höfum fengið Halldór Friðriksson til viðtals og reynum að fræðast af honum. Námskeiðahald. Námskeiðum hjá IBM má aðallega skipta í tvo flokka. Annars vegar eru svonefnd notendanámskeið fyrir kaup- endur IBM-tölva, en hins vegar eru ýmis almenn námskeið sem eru öllum opin. Námskeiðin fara yfirleitt fram milli kl. 9.00 og 16.00 virka daga. Fréttamanni Bankablaðsins gafst tækifæri til að skoða kennsluaðstöð- una og er óhætt að segja að hún er mjög góð. Þá vakti athygli hin góða aðstaða sem er fyrir hendi til sjálfsnáms. M.a. eru til þjálfunarnámskeið á videodisk- um þar sem kennt er ýmislegt í sam- bandi við tölvunotkun. Geta nemendur þá komið, þegar hverjum og einum hentar. Hvað þarf að kenna nýjum notendum Þegar Halldór er spurður út úr á þessum nótum, þá sverja svör hans sig mjög í ætt við annarra viðmælenda okkar: a) Þjálfaogkennaátækin. b) Kenna rækilega á notendakerfin. c) Eyða tölvuhræðslu. Þessu til viðbótar kvað Halldór, að bankarnir og starfsfólk þeirra hefði gott vald á því að leiðrétta villur. Oft er fólk mjög hrætt við að valda skemmdum í slíkum tilfellum. í lok samtalsins benti Halldór á, að bankarnir og starfsfólk þeirra ættu að leggja áherslu á aukna, almenna þekkingu, bæði hvað snertir almenna bankastarfsemi og hvers konar tölvu- notkun. Þegar við síðan hverfum á braut úr Skaftahlíðinni, þá erum við hlaðnir ýmis konar bæklingum og pésum. Sannleikurinn er sá, að varðandi tölvur og notkun þeirra er gífurleg útgáfa alls konar kynningarefnis. Við leyfum okkur aðgrípa niður í grein eftir Halldór, en þar fjallar hann um tölvunotkun við menntun og þjálfun. Örtölvubylting. Örtölvubylting síðustu fimm ára hefur fætt af sér nýyrði sem ástæða er að taka eftir og reyna að skilgreina. Þetta orð er tölvulæsi og varðar annars vegar menntun almennt og hins vegar notkun tölva. Orðið er þegar töluvert notað en trú mín er að skilgreining á hugtakinu sé jafn misjöfn og notendur þess eru margir. Mig langar að setja fram skilgreiningu sem ég vona að flestir geti fellt sig við: — Tölvulæsi er hæfileiki eða leikni til að nota tölvur, á sama hátt og læsi getur talist hæfileiki til að nota bækur. Notkun tölva stefnir í að verða jafn eðlilegur hlutur í daglegu lífi manna, allt frá fyrstu skólastigum í efstu stöður þjóðfélagsins, eins og lestur og skrift hefur verið fram að þessu, og verður almennt tölvulæsi því nauðsyn- legra eftir því sem árin líða. Fjöldi fólks er dauðhrætt við þessi „galdratæki” og telur sér trú um að það geti aldrei lært að nota þau, það sé orðið of gamalt, hafi hvorki áhuga né skilning á tæknilegum hlutum o.s.frv. Þessi ótti er öldungis ónauðsynlegur því að allir venjulegir tölvunotendur eiga aðeins að nota tölvuna til að hjálpa sér að vinna verkin og þurfa ekki endilega að kunna á innri búnað tölv- unnar eða skilja hann. Til gamans má benda á að ýmis tæki sem fólk notar gjarna daglega, svo sem þvottavélar, saumavélar og myndbandstæki. Menn hafa að jafnaði ákaflega takmarkaða hugmynd um hvernig þessi tæki vinna eða nokkurn áhuga á að kynna sér það, en nú orðið eru þau þó ásamt fjölda annarra talin sjálfsagðir hlutir í tækni- væðingu heimilanna og á færi flestra að nota þau. Tæknivæðing er auðvitað ekki nauð- synleg sjálfrar sín vegna. Hitt er aug- ljóst að í þjónustufyrirtækjum á borð við banka og sparisjóði þar sem skrif- stofustörf og afgreiðslustörf eru hvað mikilvægust verður tölvuvæðing óhjá- kvæmilega í einna örustum vexti á næstu árum. Þessu valda ýmsir þættir svo sem sú staðreynd að verð á tölvu- búnaði hefur lækkað um nálægt 20% árlega sem gerir mönnum kleift að nýta tölvurnar við verkefni þar sem það var áður ekki arðbært, auk þess er farið að gera kröfur til aukinna af- kasta, bættrar þjónustu, frekari hag- ræðingar og bættrar vinnuaðstöðu starfsfólks. Að ofansögðu má ljost vera að tölvu- læsi innan bankakerfisins á eftir að aukast verulega og má nýta tölvurnar sjálfar til að stuðla að því að það geti orðið bæði á auðveldan og hagkvæman hátt, það er að segja með því að tölvuvæða námsferilinn.

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.