Bankablaðið - 01.12.1985, Page 20

Bankablaðið - 01.12.1985, Page 20
20 Tölvuvæðing bankanna það þyki taka því að forrita þau sér- staklega í venjulegu forritunarmáli. Bestu gagnagrunnskerfin (Date Base Management Systems) hafa sérstakt forritunarmál sem gerir uppsetningu slíkra kerfa mjög þjála, fljótlega og það í mörgum tilvikum það aðlaðandi að notandi sér tæpast mun á slíku kerfi og venjulegu bókhaldskerfi. Flestir verða þó varir við mun á svartíma slíkra kerfa þegar um mjög mikið af gögnum er að ræða. Þau forritakerfi sem eru sérstaklega áhugaverð fyrir bankana eru svokölluð sambyggð (eða samhæfð) forrit. Hér er um safn nátengdra forrita fyrir ritvinnslu, töflureikninga, teikningar, gagnasöfnun og samskipti við aðrar tölvur. Sambyggt kerfi má með sanni kalla áhald skrifstofumannsins þar sem þessi forrit eru með flest það sem skrifstofumenn þurfa til daglegra nota. Til að gera notkun þessara kerfa ljósari skulum við taka dæmi um Jón Jónsson hjá Húsgagnaversluninni hf. Jón Jónsson hefur til umráða PC einkatölvu með hugbúnaði sem nefnist Open Access. Jón þarf að geyma lista yfir það hráefni senm notað er til samsetningar á þeim húsgögnum sem fyrirtæki hans selur. Til að geyma þessi gögn er notað gagnagrunnskerfi í Open Access. Með því getur hann skráð númer og heiti vörunnar ásamt innkaupsverðum og öðrum tengdum upplýsingum. Jón hefur þessa lista í skipulegu formi þannig að hann geti tínt út þau vörunúmer sem eiga við ákveðna tegund borðstofuhús- gagna sem hann þarf að endurskoða verðútreikning á. Með fyrirspurna- kerfi Open Access getur hann tínt út þessa ákveðnu gerð borðstofuhús- gagna og fært í töflureikniforritið. Með töflureikniforritinu þarf Jón að finna út hvar hann getur lækkað kostnað við samsetningu. Þessar upp- lýsingar í töflureikninum flytur hann yfir í ritvinnsluforritið til að skrifa orðsendingu til framleiðslustjóra af lUláiiuin okkar faratil einstaklinga. Það segir meira en mörg orö um stefnu okkar og stööu. Fastir viöskiptavinir vita að hverju þeir ganga: Örugg og óbundin ávöxtun á Trompreikningi. Heimilissafnlán, þar sem reglubundinn spamaður veitir lántökurétt. Réttur til launaláns fyrir skuldlausa viðskiptavini, sem leggja laun sín inn reglulega. Gjaldeynsviðskipti, afgreiðsla kreditkorta og geymsluhólf. Föstudagsopnun til kl. 18.00. Hraðbanki allan sólarhringinn. Traust og persónuleg þjónusta, næg bílstæði. Gera aðrir betur? siARi$jóÐuif§jyÉi^^ Borgartúni 18. Sími 28577. fyrirtækisins. Til að flytja orðsending- una getur Jón notað samskiptaforritið, en það tengir saman einkatölvu hans við einkatölvu framkvæmdastjórans. Textinn fer á milli um símalínu og framleiðslustjórinn getur metið upp- lýsingar Jóns og sent honum síðan svar um hæl. Þetta dæmi um notkun sambyggðra forrita er aðeins eitt af mörgum. Það sem enn er ónefnt er til dæmis þetta: í gagnagrunnskerfinu: Listi yfir við- skiptavinina, listi yfir líklega kaup- endur og þess háttar. í ritvinnslufor- ritinu: Öll bréf og tilboð til viðskipta- vina, fréttabréf fyrirtækisins og end- anlega útskrifaðir verðlistar. í töflu- reikniforritinu: Verðlistar, söluspár, áætlanir og útreikningar á söluþóknun sölumanna. Teikniforritið er notað til að sýna myndrænan samanburð á sölu frá einu tímabili til annars, samanburð á afkomu fyrirtækisins og annað. Með því að nota ritvinnsluforritið og samskiptaforritið í nánum tengslum fæst einnig út fyrirtaks telextæki. Telexin eru samin og gerð villulaus í ritvinnsluforritinu og send áreynslu- laust með samskiptaforritinu. Stofn- kostnaður við slíkt kerfi er aðeins brot af því, að fjárfesta í tilbúnu telextæki frá opinberum aðilum. Fyrir bankastarfsmenn býður sam- byggður hugbúnaður upp á afar fjöl- breytta notkunarmöguleika. Trúlegt þykir að töflureikniforrit séu þar í aðalhlutverki vegna þess hversu auð- velt er að setja upp mismunandi út- reikningstöflur fyrir lána- og vaxta- kjör, framreikning lána, víxlaformúl- ur, arðsemisútreikninga fyrir fyrir- tæki, og ótal önnur atriði sem reikna þarf á skrifstofum og afgreiðslum banka. í margra augum eru tölvur framandi tæki. Af þeim hópi sem selja og þjónusta tölvur er þeim gjarnan líkt við bíla. Bílar eru áhöld sem flestir læra að nota án þess þó að ákveða að læra bifvélavirkjun. Allt of margir eru haldnir þeirri villutrú, að læra verði á tölvu. Til að nota tölvu þarf ekki að gerast tölvufræðingur, það eru gömul sannindi sem eru nú sem óðast að hverfa. Til að nota tölvu þarf að læra á forrit, forrit sem gerast sífellt auð- veldari í notkun, auk þess sem mögu- leikar þeirra aukast. Nýju sambyggðu forritin eru mikilvægt skref í þessa átt. Handbækur þessara forrita eru í hand- hægu formi með forritum sem oftast

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.