Bankablaðið - 01.12.1985, Qupperneq 21
21
Framsýn Tölvuskóli
Fyrirtækið FRAMSÝN TÖLVU-
SKÓLI HF. Síðumúla 27, er eitt af
stærstu aðilunum sem við tölvu-
fræðslu fæst.
Tíðindamaður BANKABLAÐSINS
hitti að máli þá tvo menn sem stýra þar
málum að mestu leyti. Það eru þeir
Diðrik Eiríksson og Eiríkur Þorbjörns-
son. Auk þeirra kenna u.þ.b. 15 manna
við skólann.
Á þessum fáum árum sem liðin eru
frá stofnun skólans hefur orðið mikil
aukning á tölvunotkun í landinu og
gegnir skólinn mikilvægu hlutverki í
þeirri þróun. Það hefur farið mikið í
vöxt, að fyrirtæki sendi starfslið sitt á
námskeið hjá skólanum, m.a. hafa
nokkrir bankar sent mikið af sínu fólki
í skólann. Þá hefur skólinn tekið upp þá
þjónustu að gefa fólki kost á að nýta sér
tækjakost skólans við ýmis konar
verkefni.
Kostir tölvufræðslu.
Við vindum okkur beint í að ræða
beinlínuvæðingu bankanna og í við-
ræðum við Diðrik og Eirík kemur eft-
irfarandi álit þeirra skýrt í ljós. Það er
ekki vænlegt til árangurs að kaupa
tækjakost eins og tölvur og ætla sér
ekki að veita starfsfólkinu næga
fræðslu. Varðandi bankana þá þarf að
leggja áherslu á a.m.k. eftirfarandi
atriði:
a) Þjálfun í meðferð tækjanna og al-
menn fræðsla um eðli þeirra.
b) Það þarf að eyða hræðslu sem
ýmsir finna til gagnvart tölvu.
c) Það þarf að skapa nýtt og jákvætt
er hægt að kalla á hjálp þar sem
notandi er staddur í vinnuhringnum og
kemur þá hjálpartexti á skjáinn og á
hann í flestum tilvikum nákvæmlega
við þau atriði sem notandi strandar á.
Tölvur eru ennþá töluverð nýung
fyrir þá sem ekki hafa kynnst notkun
þeirra af eigin raun, en verður örugg-
lega það töm flestu fólki innan örfárra
ára að líkja má við akstur bifreiða.
Microtölvan sf. í Síðumúlanum er eitt
þeirra fyrirtækja er þátt á í að gera
þennan spádóm að veruleika.
viðhorf gagnvart vinnubrögðum í
framtíðinni.
d) Það þarf sérstaklega að taka tillit til
eldra starfsfólks.
e) Það þarf að fylgja eftir allri fræðslu
og þjálfun með stöðugri endurmenntun.
Samvinna við gerð námskeiða.
Við gerð námskeiða sem myndu
henta bankafólki, þá væri það best að
það væri gert í samvinnu milli bank-
anna, skólans og starfsfólksins eða
samtaka þeirra.
Bankamenn eiga næsta leik.
Margt fleira fróðlegt og gagnlegt
kom fram í okkar viðtali, en ekki
verður farið nánar út í það að sinni. Þó
er rétt að láta það koma fram, að
starfsfólk bankanna muni geta orðið
illa úti gagnvart viðskiptavinum sín-
um, ef það nær ekki góðum tökum á
tölvunotkuninni. Þeir ættu því næsta
leik.
Við þökkum góðar móttökur og
óskum skólanum margra nemenda í
framtíðinni.
FRAM
Mikivæai tölvunáms — lll"H iii"" ,mi::
TOLVUSKOLI
Þekking Til að getametið sjálfstætt þa umræðu sem átt hefur sér stad um tölvur og áhnf þeina á lif okkar er naudsynlegt að hafa a.m.k. grunnþekkmgu á tölv- um og tölvuvmnslu. Fyn eða siðar kemur að þvi að allir mum nýta kosti tolvunnar sem óflugs hjáJpartækis Með haldgóða þekkmgu á tölvum get- ur þú nýtt þá kosti er þessi tæki bjóda. Tölvur hafa sina galia en með þeJtk- ingu og fynrhyggju er hægt að hag- nýtakostina. Hags- munir Tólvur og tölvunotkun snerta hags- mum oltkar allra Með haldgóðn tölvu- þekkmgu eykur þú atvinnumöguleika þina og getur jafnframt aukið afköst þin ef starf þitt er þess eðlis.
Starfs- menntun Fagleg endurmenntun er þegar i dag orðinn fastur þáttur i starfi hvers em- staldmgs. Hæfur starísmaður þarf stöðugt að vera vakandi fynr þeim nýj- ungum og breytmgum er tengjast starfi hans í þjóðfélagi sem sifeUt er að breytast er hverjum starfsmanru nauð- synlegt að aðlaga sig breyttum að- stæðum og jafnvel starfsaðferðum Tölvu- hræðsla Margir óttast það sem þeir ekki þekkja. Þú getur firrt þig tölvuhræðslu með þvi að kynnast þeim af eigm raun og læra að nota þær á réttan hátt. Þú óðlast meira sjálfstraust um leið og þekkmgþin eykst
Fram- sýni Með þátttöku á tolvunámskeiði undirbýrð þú framtið þina. Þú oðlast þeldungu sera mun auðvelda þér að aðlagast þeiro breytmgum og þeim auknu krófum sem nútimaþjóðfélag genr til þegna sinna. Fram- sýn Stoðugur straumur nýrra nemenda sýmr svo ekki verður um villst að Framsýn er tolvuskóli með tilgang og nám við skólann hentar allra þorfum, er.da valdi tolvunefnd ríkisms Tölvu- skólann Framsýn. til að annast nám- skeiðahald a IBM og Atlanfs emka- tolvur fyru ríkisstarfsmenn. Innrítun og nánarí upplysingar fást i sima 29566. fra kl 10.00 til 18.00 Hinu fjolmorgu nemendur okkar eru okkar bestu meðmælendur
TÖLVUNÁM ER FJÁRFESTING í FRAMTÍÐ ÞINNI
Tölvuskólinn Framsýn, Síöumúla 27,108 Reykjavík, s. 39566 og 687434