Bankablaðið - 01.12.1985, Síða 39
39
Frá starfsmannafélögunum
Starfsmannafélag Útvegsbankans
hélt árshátíð sína í Súlnasal, Hótel
Sögu, föstudaginn 27. september
síðastliðinn. Húsfyllir var og mikill
fögnuður meðal hátíðagesta, sem
skemmtu sér konunglega við neyzlu
rétta hótelsins og veiga ríkisins, fjöl-
breyttum skemmtiatriðum og
dúndrandi dans fram í morgunsár.
Reynir Jónasson, aðstoðarbanka-
stjóri flutti ræðu kvöldsins og kom
víða við.
Veizlustjóri var Hjálmtýr Hjálmtýs-
son, sem jafnframt stýrði kröftugum
fjöldasöng.
Flosi Ólafsson, leikari, fór á kostum
um bankadag og bankaveg.
Kvennabúr bankans var opnað á
söngpalli hússins, skrautlega klætt og
litað með furðulegustu uppákomum.
Hafnarfjarðarútibúið bar sigur úr
býtum eftir vandaðan úrskurð dóm-
nefndar, en hana skipuðu, Halldór
Guðbjarnarson, bankastjóri, Svavar
Ármannsson, aðstoðarforstjóri Fisk-
veiðasjóðs og Gunnar Björnsson, for-
stjóri hagdeildar.
Árshátíðin var skemmtinefnd fé-
lagsins til mikils sóma. Hana skipa,
Brynjólfur Gíslason, formaður, Sig-
ríður Hjaltadóttir, Kristján Her-
mannsson, Hildur Pálsdóttir og Þórdís
Úlfarsdóttir.
Frá félagi starfsfólks
Alþýðubankans hf.
Að þessu sinni var vorferðinni okkar
ætlað að slá tvær flugur í einu höggi.
Þetta var skemmtiferðalag eins og
venja er til og einnig átti að fram-
kvæma töluvert.
Haldið var til Þingvalla í rútu á
laugardagsmorgni í besta veðri og ekið
sem leið liggur að sumarbústað
bankans.
Þar var svo hafist handa og bústað-
urinn skrúbbaður hátt og lágt að innan
og málaður og fúavarinn að utan.
Aðaltilgangurinn með þessari ferð
var að gróðursetja rúmlega 60 trjá-
plöntur af hinum ýmsu tegundum og
einnig nokkur fjölær blóm. Síðan var
hliðið málað og girðingin skoðuð gaum-
gæfilega og endurbætt þar sem talinn
var fræðilegur möguleiki á að kind
gæti troðið sér í gegn. Þegar haldið var
heim um kvöldið var ekki laust við að
fólk væri farið að hlakka til að komast í
sumarfrí og dvelja á Þingvöllum eina
viku.
Árlega er kosin skemmtinefnd, á
aðalfundi FSA. Hennar stærsta verk-
efni er að halda árshátíð bankans.
Það er í mörg horn að líta, því auk
þess að hugsa fyrir því að allir fái nóg
að eta og drekka, er allt skemmtiefni
heimatilbúið. Annáll ársins er gjarnan
hafður bæði í bundnu og óbundnu máli.
Hér er óspart tekið til hendinni.
Einnig er fundið upp á hinum ýmsu
leikjum og gert létt grín, bæði að
mönnum og málefnum. Milli rétta er
svo sungið af hjartans list og að sjálf-
sögðu dansað til kl. 3.
Nokkrir æfa hér íþróttir og einstöku
sinnum kemur fólk saman og spilar
Bridge.
STYRKIR
Styrkir úr náms- og kynnisferðasjóði
Starfsmannafélags Útvegsbankans
1985:
Feröastyrkir:
Áslaug Hringsdóttir,
Björn Haraldsson,
Bragi Björnsson,
Loftur J. Guðbjartsson,
Sigurður G. Blöndal.
Námsstyrkur:
Margrét Jónsdóttir.
STARFSMANNAANNÁLL 1985
Starfsafmœli:
15 ára:
Dagbjört Halldórsdóttir, aðal-
banka, 10. febrúar.
Kristján Hermannsson, aðal-
banka, 1. nóvember.
20 ára:
Aðalheiður Alfreðsdóttir, Akur-
eyri, 23. febrúar.
Björgvin Ólafsson, aðalbanka, 31.
marz
Jóhann Sigurðsson, aðalbanka, 1.
júní.
Þorvarður Magnússon, aðalbanka,
2. október.
40 ára:
Högni Þórðarson, ísafirði, 16. júní.
35 ára:
Elísabet Kristjánsdóttir, aðalb.
l.júní
30 ára:
Björn Hjartarson, Laugavegi,
15. apríl.
Sigríður Breiðfjörð, aðalbanka,
20. maí.
Edda Aðalsteinsdóttir, Vestm.
18. júní.
Jóhann Gíslason, aðalbanka,
24. október.
Afmælisdagar:
90 ára:
Gunnlaugur Jónasson, Seyðisfirði,
18. janúar 1985.
70 ára:
Elín Konráðsdóttir, aðalbanka,
4. apríl 1985.
Júlíus Jónsson, Akureyri,
31. maí 1985.