Bankablaðið - 01.12.1985, Side 44
44
Frá starfsmannafélögunum
Ur félagslífi í Búnaðarbankanum
Hjá Starfsmannafélagi Búnaðar-
bankans hefur verið líflegt starf og
hefur ýmislegt verið gert til andlegrar
og líkamlegrar upplyftingar.
í byrjun júní var farið í ÞÓrsmörk.
Þátttaka hefði mátt vera betri og veður
skárra, en það var bara bætt upp með
góðum félagsskap og fjöri. Það verður
betra veður næst.
Þann 6. júlí í sumar var afhentur nýr
og fullbúinn sumarbústaður í Aðaldal
S. Þing. Útibú bankans á Akureyri sá
alfarið um framkvæmd og val á inn-
réttingum og innbúi, sem er allt hið
glæsilegasta. Fullbókað var í bústað-
inn allt sumarið, enda ekki á hverjum
degi sem fólk getur teygað að sér
þingeyskt loft á einum af fegurstu
stöðum landsins. Þetta er eini bústaður
starfsmannafélagsins á Norðurlandi.
Þann 14. sept. var farið í fjöruferð
upp í Hvalf jörð. Mjög góð þátttaka var,
um 100 manns. Aldurshópurinn var
mjög breiður og ferðin hin besta. Þarna
voru uppgötvuð mörg undur nátt-
úrunnar hjá börnunum, mikið spurt og
mörgu þurfti að svara. Grillaðar voru
pylsur um miðjan daginn.
Þarna hefur einhver eflaust farið í
sínn fyrsta vísindaleiðangur.
2 fulltrúar starfamannafélagsins
fóru til Egilsstaða helgina 20.-22. sept.
og héldu þar fund með starfsfólki
útibúsins á föstudeginum. Á laugar-
daginn var svo haldið þing í Valaskjálf
með bankamönnum á Austurlandi, sem
S.Í.B. gekkst fyrir. Á sunnudeginum
fór Steinþór Magnússon með fulltrú-
ana í útsýnisferð um Fljótsdalshérað í
alveg yndislegu veðri. Verður ferð
þessi ógleymanleg bæði vegna feg-
urðar héraðsins og svo ekki síður
vegna frábærrar leiðsagnar Steinþórs.
34. þing SÍB var haldið að Hótel
Loftleiðum dagana 18. og 19. apríl
1985. Þingið sátu 65 fulltrúar hinna 17
Fulltrúarnir tóku svo kvöldflug til
Reykjavíkur á sunnudagskvöldið eftir
einstaka ferð.
Þann 9.11.85 var haldinn dansleikur
á Hótel Esju, komu þar rúmlega 200
manns og geysilegt fjör. Var þar
stiginn verðbréfavals og vaxtatangó,
að ógleymdum vísitöluhringdans.
Þann 7.02.86 verður starfsmannafé-
lagið 50 ára. Undurbúningur fyrir af-
mælishátíð er í fullum gangi og er
sérstök afmælisnefnd skipuð valin-
kunnu sæmdarfólki úr bankanum, sem
sér um þann undirbúning.
aðildarfélaga. Frásögn af þinginu er að
finna í sambandstíðindum nr. 1/1985.
Mjög röggsamur fundarstjóri á 34. þingi SÍB var Jens Sörensen, fyrrverandi vara-
formaður SÍB.
34. ársþing SÍB
Tölvupappír
im
FORMPRENT
Hverfisgotu 78. símar 25960 - 25566