Jazzblaðið - 01.06.1951, Blaðsíða 8

Jazzblaðið - 01.06.1951, Blaðsíða 8
Bandarískur jazzleikari á íslandi: KLARINETLEIKARINN BILL CHASE Bill Chase heitir ungur og efnilegur klarinettleikari, starfsmaður á Keflavík- urflugvelli. Þótt hann hafi aðeins dvalið hér í fjóra mánuði, er hann mörgum íslenzkum hljóðfæraleikurum að góðu kunnur. Meðal annars hefur hann kom- ið fram á fundi hjá „Jazzklúbb íslands“ og er mér óhætt að fullyrða, að hinn smekklegi og fágaði leikur hans hafi hrifið þá, sem á hlýddu. Bill Chase er fæddur 4. ágúst 1929 í Los Angeles í Californíu. Fimmtán ára að aldri fékk hann fyrst áhuga fyrir jazz tónlistinni og um leið klarinettinu, því að hann hafði hlustað á Benny Goodman, eins og svo margir fleiri. Um sérstakt nám á hljóðfærið var ekki að ræða, þar sem hann stundaði um sama leyti nám við Pasadena City College í Kaliforníu. En fyrir áhuga og dugnað tókst honum fljótlega að komast upp á lagið við „nettið“, og seytján ára að aldri stofnaði hann hljómsveit, ásamt píanóleikara nokkrum, Russel Gilman að nafni, og léku þeir á dansleikjum, sem haldnir voru innan skólans. Hljóðfæra- skipunin var: klarinet, altó, trompet, píanó og trommur. Þegar þeir félagar útskrifuðust úr Pasadena College, skildu leiðir. Bill inn- ritaði í The University of Southern California, en Russel lagði hins vegar pianóið eingöngu fyrir sig og var hann píanisti i hljómsveit þeirri, sem hlaut titilinn „bezta amatör jazzhljómsveitin í U. S. A. 1950“. Jafnframt náminu æfði Bill á klarinett, og leið ekki á löngu, þar til hann var ráðinn í hljóm- sveit Eddie Jackson og spilaði hann með honum samfleitt í tvö ár, en vegna skól- ans aðeins tvö eða þrjú kvöld í viku- — Útsetningar voru fengnar hjá Red Nichols, sem Bill spilaði hjá í nokkra mánuði síðar. Eins og áður er sagt, hefur Bill sér- lega góðan tón og ágætan smekk fyi'ir jazzmúsík. Dixieland-stíllinn þykir hon- um skemmtilegastur og beztu jazz klari- netleikarana álítur hann þá Benny Good- man, fyrir stílinn og Buddy DeFranco, fyrir tækni. Samt sem áður hefur hann reynt að þroska með sér eigin stíl, sem að sjálfsögðu er rétt. Hann er mjög undrandi yfir að heyra svo marga góða hljóðfæraleikara hér, í svo fámennu landi og efast hann ekki um, að þeir beztu standi jafnfætis beztu erlendum jazzleikurum. Vill hann í Þv' sambandi sérstaklega nefna þá Ólaf G- Þórhallsson, Steinþór Steingrímsson, Jón Sigurðsson bassa, Gunnar Ormslev og Björn R. Einarsson og hljómsveit. Færir hann þessum mönnum hérmeð sínar beztu þakkir fyrir hinar fáu en skemmtilegu stundir með þeim, og von- ar að þær verði fleiri. Bill er mjög viðfelldinn maður, ró- lyndur og hógvær eins og heyra má a músík hans. Æskilegt væri að fá meira til hans að heyra, þar sem ungir íslenzk- ir músíkantar gætu áreiðanlega mikið lært af hans fágaða og smekklega leik. Kristinn Vilhelmsson■

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.