Musica - 01.10.1948, Blaðsíða 20

Musica - 01.10.1948, Blaðsíða 20
]ohn C. Freud -. Musicol Ámerica 50 QTQ Árið 1898 stofnaði Jöhn C. Freud blaðið Musical America og hélt það nýlega upp á fimmtíu ára afmæli sitt. I tilefni afmælisins var gefið út minningarrit helg- að stofnanda blaðsins og er það 465 bls. að stærð prýtt fjölda mynda. Jöhn C. Freud fæddist árið 1848 í London og kom til Bandaríkjanna árið 1871. Hann var leikritahöfund- ur og lék í flestum leikrita sinna og hlaut nökkrar vinsældir. Tuttugu og sjö ára gaf hann út fyrsta tón- listarblað sitt, er hann nefndi „Musical Trade Review" og var það fyrsta tónlistarblað Bandaríkjanna. Hann breytti fljótt nafni þess og kallaði það „Musical and dramatic times", en varð brátt að hætta því. Þar til er hann stofnaði „Musical America" var hann ritstjóri tveggja tónlistartímarita en varð að hætta aftur í bæði skiptin. Aðalmarkið Freuds var að gera Bandaríkin að mik- illi tónlistarþjóð og er hann dó árið 1924, þann 3. júní, gat hann séð áragurinn af starfi sínu, því Bandaríkin voru orðin ein af mestu tónlistarþjóðum heims. Ritstjórar Musical America nú eru þeir John F. Majesky eldri og yngri. urðsson, mótið og bauð gesti velkomna. — Sjö kórar tóku þátt í mótinu. Kirkjukór Stykkishólms, organisti Guðríður Magnúsdóttir, Kirkjukór Olafsvíkur, org- anisti Kristjana Sigþórsdóttir, Hellna kirkjukór, org- anisti Finnbogi Lárusson, Laugabrekku, Kirkjukór Kolbeinsstaðarsóknar, organisti Teitur Búason, Brúar- fossi, Kirkjukór Miklaholtssóknar, organisti frú Björg Þorleifsdóttir, Hólakoti og Kirkjukór Staðarstaðarsókn- ar, organisti Kristján Erlendsson, Mel. Söngstjórar voru Bjarni Andrésson, kennari, Stykkisíhólmi, sr. Þor- grímur Sigurðsson, Staðarstað, sr. Þorsteinn L. Jónsson, Söðulsholti og frú Björg Þorleifsdóttir, Hólakoti. Hver kór söng þrjú lög og síðan sungu allir kórarnir sam- an undir stjórn hvers söngstjóra. Fór söngmótið hið bezta fram og vakti söngurinn mikla ánægju meðal áheyrenda, sem voru fjöldamargir. Kl. 9 um kvöldið söfnuðust mótsgestir og þorpsbúar saman í samkomuhúsinu til þess að kveðjast. Var þar almennur söngur og síðan töluðu þar sr. Sigurbjörn Á. Gíslason og sr. Sigurður O. Lárusson, en sr. Þorgrím- ur Sigurðsson sleit mótinu með bæn, og mannfjöldinn söng „Ó, þá náð að eiga Jesús". Mót þetta tókst í alla staði vel og var mótsgestum til hinnar mestu ánægju og uppbyggingar og anð- standendum þess til hinnar mestu prýði og sóma. 20 MUSICA

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.