Musica - 01.10.1948, Blaðsíða 24

Musica - 01.10.1948, Blaðsíða 24
Molar Svend Asmussen hefur hafnað tilboði Benny Good- mans um að koma til Bandarlkjanna. I viðtali við dönsku blöðin sagði Asmussen: „Ég hef of góða menn í sextettnum mínum núna til 'þess að leysa hann upp, og ég fer ekki til Bandaríkjanna fyrr en ég get tekið hann með". Amerískur trommuleikari óskar eftir að komast í bréfasamband við íslenzkan trommuleikara nú þegar. Þeir sem áhuga Ihafa á bréfasambandi láti vita á rit- stjórn Musica sem fyrst. Amerísk, ensk og sænsk tónlistarblöð hafa undan- farið birt greinar um íslenzkan jazz. Lætur eitt sænsku blaðanna í ljósi undrun yífir Iþví, að eigi sé komið á samskonar skiftum á íslenzkum og sænskum hljóm- sveitum og t. d. sænskum og dönskum, því að þess- konar skifti séu mjög lærdómsrík og ánægjuleg fyrir báða aðila. Duke Ellington hefur nú að undanförnu verið í Bretlandi, ásamt Ray Nance og söngkonunni Pearl Baily. Fær Duke mjög slæma dóma hjá brezkum blöðum og segir t. d. Musical Express: „Hvað heldur Duke Ellington að brezkir hljómlistarmenn séu fyrst að hann getur boðið þeim upp á annað eins og píanó- leikur hans var í gærkvöldi. Maður hafði það á tilfinningunni að Duke vissi ekki hvað hann væri að gera við píanóið og var leikur hans svo ruglingslegur sem mest mátti vera. Ray Nance bætti gráu ofan á svart með því að blása aðeins einn tón á trompetinn og má segja að Pearl Baily hafi bjargað kvöldinu, hún er söngkona með mikinn per- sónuleika og má Duke þakka sínum sæla fyrir að hafa tekið hana með". Ætli þetta séu ekki of harðir dómar? Margir amerískur listamenn eru nú, Ihafa verið og munu koma til Bretlands og má t. d. nefna: Jack Benny, Marilyn Maxwell, Phil Harris, Ellington, Betty Hutton, Andrews sisters o. fl. eden ahbez (hann heimtar að nafn hans sé skrifað með litlum staf) höfundur „Nature Boy" hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum fyrir hina skrítnu lifn- aðarlhætti sína. Hann svaf t. d. alltaf undir berum himni og tamdi sér lifnaðarhætti hinna indversku Yoga. Hann hefur nú neyðst til að kaupa sér íbúð, því hann á von á erfingja. Kona hans hefur annars tekið þátt í lifnaðarháttum manns síns hingað til. Asmussen himself Claude Thornhill, sem hefur verið í sumarleyfi á Hawaii mun koma til Bandaríkjanna á næstunni og byrja þegar að æfa upp hljómsveit. Fran Warren, sem áður söng með hljómsveit hans mun reyna fyrir sér sem einsöngvari. Bhilco radio hefur tryggt sér Bing Crosby í eitt ár enn og hefjast útsendingarnar þann 29. sept. Golden Gate leikhúsið í San Fransisso hefur ráðið Lionel Hampton og hljómsveit hans og mun hann byrja 8. sept. Dizzy Gillespie mun leika á Los Angeles Cavelcade of Jazz og byrjar 12. sept. John Harris er kom með Rex Stewart til Evrópu hefur ákveðið að vera hér áfram. Hefur hann ráðið sig til útvarpsins í Luxenburg, sem hefur komið sér upp afar góðri jazzhljómsveit með m. a. Teddy Johnson söngvara og mörgum fleirum þekktum nöfnum. Dinah Shore er á leið til Bretlands, þar sem hún er ráðin til að syngja í Palladium leikhúsinu í London. 24 MUSICA

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.